Aðalfundir

Aðalfundur Eyþings fer með æðsta vald í samtökunum.  Aðalfund skal að jafnaði halda eigi síðar en 15. nóvember ár hvert. 

Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:

Skýrsla stjórnar  og framkvæmdastjóra um starfsemi liðins árs.
Ársreikningar ásamt skýrslu endurskoðanda.
Fjárhagsáætlun fyrir komandi ár.
Kosning stjórnar og varastjórnar.
Kosning endurskoðanda.
Ákvörðun um fundarstað næsta aðalfundar.
Önnur mál löglega fram borin. 

Sveitarstjórnir skulu kjósa aðal- og varafulltrúa sína beinni kosningu, til fjögurra ára, í upphafi hvers nýs kjörtímabils sveitarstjórnar. Kjörgengir eru kjörnir sveitarstjórnarmenn aðildarsveitarfélaga og varamenn þeirra, svo og framkvæmdastjórar sveitarfélaga. Fulltrúar eru alls 40 talsins.

Aðalmenn í sveitarstjórn og framkvæmdarstjórar sveitarfélaga, aðrir en kjörnir aðalfundarfulltrúar, hafa seturétt með málfrelsi og tillögurétti á aðalfundum Eyþings.

Fundargerðir aðalfunda og skýrslur stjórnar má finna hér.