Áhersluverkefni

Áhersluverkefni eru samningsbundin verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans. Verkefni geta til dæmis verið ráðgjafar- og átaksverkefni á sviði nýsköpunar, menningar og markaðsmála. Áhersluverkefnin skulu samþykkt af stjórn Eyþings og þurfa að hljóta staðfestingu stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál. Yfirlit yfir áhersluverkefni 2015-2019 má sjá hér að neðan. 

 

Verkefni samþykkt 2020

1. Akureyrarflugvöllur - næsta gátt inn í landið. Meginmarkmið er að auka umferð og fjölga markaðssvæðum með beina flugtengingu við Akureyri. Upphæð 7.000.000 kr. 

2. Borgarhlutverk Akureyrar. Meginmarkmið verkefnisins er að móta borgarstefnu fyrir Akureyri og skilgreina svæðisbundið hlutverk staðarins sem stærsta þéttbýlis utan höfuðborgarsvæðisins. Upphæð 8.300.000 kr.

3. Eimur. Meginmarkmið er að stuðla að aukinni sjálfbærni samfélaga á Norðausturlandi með fjölbreyttri nýtingu orkuauðlinda og aukinni áherslu á samspili samfélags, umhverfis, auðlinda og efnahags. Upphæð 7.500.000 kr.

4. Þróun og þekking. Meginmarkmið er að þróa nýja gerð öflugra þekkingarsetra fyrir þéttbýlisstaði landsbyggðar til eflingar atvinnulífs byggðanna. Upphæð 3.000.000 kr.

5. Nýsköpun í norðri - NÍN. Meginmarkmið er að auka nýsköpun innan svæðisins, samhlilða því að vera í fararbroddi í baráttu við loftslagsbreytingar. Upphæð 4.000.000 kr.

 

Aukaúthlutun verkefna samþykkt 2019

1. Eimur. Meginmarkmið er lúkning og uppgjör á fyrsta hluta samstarfsverkefnins EIMS sem miðar að því að koma ábyrgð og verkefnisstjórn EIMS yfir til landshlutasamtakanna/atvinnuþróunarfélaganna fyrir árslok 2019 í samstarfi og samvinnu við aðra stofnaðila, þ.e. Landsvirkjun, Norðurorku og Orkuveitu Húsavíkur. Upphæð 500.000 kr. 

2. Heildarhönnun áfangastaða skv. Áfangaáætlun Norðurhjara. Meginmarkmið er að hanna útfrá samræmdu heildarútliti áfangastaði fyrir ferðamenn og aðra vegfarendur á fáförnum slóðum Norðausturhornsins og auka þar með upplifun þeirra og lengja dvalartíma ferðamanna á svæðinu. Upphæð 3.500.000 kr. 

3. LÝSA – rokkhátíð samtalsins. Meginmarkmið er að skapa sterkan vettvang fyrir þjóðfélagsumræðu 6. og 7. september 2019 á Akureyri, þar sem yfir 50 félagasamtök, fræðasamfélagið (háskóli), stofnanir og fyrirtæki sem starfa á landsvísu taka þátt ásamt þingmönnum, fulltrúum sveitarfélaga og ráðherrum. Gestir hátíðarinnar verið 3000. Upphæð 1.000.000 kr.  

4. Vettvangur ungs fólks á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að skapa vettvang fyrir ungt fólk á Eyþings svæðinu til að ræða sameiginleg hagsmunamál og kynnast lífi hvers annars. Markmiðið er að skapa samheldni, tengslanet og umræður og valdefla ungt fólk á svæðinu. Upphæð 2.500.000 kr. 

5. Skipulag og hönnun útsýnisstaðar á hafnargarðinum á Þórshöfn. Meginmarkmið er að vinna nauðsynlega skipulags- og hönnunarvinnu vegna göngustígs og útsýnisstaðar yst á syðri hafnargarðinum á Þórshöfn. Upphæð 2.000.000 kr. 

6. Skjálftasetrið á Kópaskeri – sumaropnun 2019. Meginmarkmið er að halda Skjálftasetrinu á Kópaskeri opnu sumarið 2019 með ráðningu sumarstarfsmanns. Jafnframt er stefnt að því að fara í endurmótun og uppfærslu safnsins til að styrkja rekstrarforsendur þess á komandi árum en ráðinn verður fagaðili til að annast þá vinnu. Upphæð 2.000.000 kr. 

7. Sókn að norðan. Meginmarkmið er að framleiða gæðamynd - og kynningarefni fyrir sameiginlega markaðssetningu á ímynd og búsetukostum Norðausturlands. Upphæð 3.900.000 kr. 

8. Markvisst samstarf á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er aukið og markvissara samstarf/sameining stoðstofnanna á Norðurlandi eystra. Upphæð 2.738.860 kr. 

9. Umræðuþættir úr norðrinu. Meginmarkmið er að vekja athygli á málefnum og umræðum af Norðausturlandi og gera landshlutann sýnilegri. Upphæð 1.200.000 kr. 

10. Velferðartæknimiðstöð. Meginmarkmið er að vinna frumathugun og þarfagreiningu á samstarfi sveitarfélaga vegna þjónustu og þekkingarmiðstöðvar á sviði velferðartækni. Upphæð 2.259.000 kr. 

11. Uppbygging Hríseyjar sem ferðamannastaðar. Meginmarkmið er að efla Hrísey sem ferðamannastað og gera Ferðafélagi Hríseyjar kleift að ráða í hlutastarf ferðamálafulltrúa Hríseyjar til sex mánaða. Upphæð 5.500.000 kr. 

12. Ráðstefna um samfélagsleg áhrif fiskeldis í Eyjafirði. Meginmarkmið er að upplýsa og fræða almenning um samfélagsleg áhrif fiskeldis í Eyjafirði. Áhersla er lögð á að skapa umræður með það að markmiði að fleiri taki afstöðu til fiskeldis í Eyjafirði. Upphæð 1.500.000 kr. 

13. Fullfjármagnað starf verkefnisstjóra í verkefninu Betri Bakkafjörður. Meginmarkmið er tryggja fulla fjármögnun á starfi verkefnisstjóra á árinu 2019 í nýhöfnu verkefni Betri Bakkafjörður sem er hluti af Brothættum byggðum og framhald af skýrslu ráðherraskipaðrar nefndar um málefni byggðarinnar við Bakkafjörð. Upphæð 2.000.000 kr. 

 

Verkefni samþykkt 2019

1. AIR 66N. Meginmarkmið er að markaðssetja Norðurland sem áfangastað fyrir beint millilandaflug um Akureyrarflugvöll, auka flugumferð erlendis frá, fjölga erlendum feraðmönnum á Norðurlandi og lengja dvalartíma þeirra. Upphæð 5.000.000 kr. 

2. Framleiðsla og útbreiðsla á gæða kynningarefni. Meginmarkmið er að framleiða myndefni í góðum gæðum fyrir sameiginlega markaðssetningu á Norðurlandi. Upphæð 6.500.000 kr. 

3. Arctic Coast Way/Norðurstrandaleið - Markaðshraðall. Meginmarkmið er að vinna með hagaðilum á svæðinu til þess að flýta fyrir markaðssókn Arctic Coast Way og gera verkefnið samkeppnishæfara. Mikilvægt er að merkja leiðina og helstu staði hennar svo að árangur náist strax. Upphæð 6.895.000 kr. 

4. Upptakturinn - Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að stuðla að tónsköpun ungs fólks og hvetja börn og unglinga til að semja eigin tónlist sem þau geta unnið með undir leiðsögn atvinnutónlistarmanna. Upphæð 3.000.000 kr. 

5. Local Food Festival. Meginmarkmið er að halda matarhátíð í Hofi 16. mars þar sem a.m.k. 20 fyrirtæki á svæðinu eru þátttakendur. Sýningin á að vekja athygli ungs fólks á matvælageiranum sem spennandi valkost til atvinnuþátttöku og vitund ferðamanna á gæðum og fjölbreytni matvæla á svæðinu. Upphæð 1.500.000 kr. 

6. Fjarfundamenning. Meginmarkmið er að auka þekkingu og efla notkun meðal kjörinna fulltrúa á Eyþingssvæðinu á fjarfundum í nefndum/ráðum og stjórnum sveitarfélaga. Upphæð 4.400.000 kr. 

7. Þurrkstöð við Húsavík. Megnimarkmið er að skilgreina forsendu fyrir uppsetningu þurrkstöðvar við Húsavík sem nýti heitt vatn til þurrkunar lífmassa. Upphæð 1.000.000 kr. 

8. Kynning á hugbúnaðargeiranum á svæðinu. Meginmarkmið er að halda ráðstefnu/málþing í samvinnu við hugbúnaðarfyrirtækin til að kynna starfsemi þeirra á svæðinu og tengja þá kynningu við eflingu á störfum án staðsetningar og stafræna hagkerfisins. Upphæð 2.000.000 kr. 

9. Innviðagreining (lokafasi), leitarvélabestun og eftirfylgni. Meginmarkmið er að ljúka gerð gagnvirks vefjar um landshlutann skv. áhersluverkefni 2018. Upphæð 1.500.000 kr. 

10. Öflugra Eyþingssvæði. Meginmarkmið er að sameina/auka samstarf Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna á Eyþingssvæðinu. Upphæð 5.000.000 kr. 

11. Þróun og ráðgjöf í menningarmálum. Meginmarkmið er að starfandi verði verkefnastjóri menningarmála sem sinni þróun og ráðgjöf í menningarmálum. Upphæð 11.865.000 kr. 

 

Verkefni samþykkt 2018

1. SinfoniaNord – þjónusta og upptaka á sinfónískri tónlist í Hofi. Meginmarkmið er að skapa fjölbreyttara atvinnu- og menningarlíf á svæðinu með nýrri starfsemi. Upphæð 19.000.000 kr.
2. Okkar áfangastaður – markaðsgreining fyrir Norðurland. Meginmarkmið er að styrkja samkeppnisstöðu Norðurlands með markvissri og faglegri uppbyggingu og markaðssetningu ferðaþjónustu landshlutans. Upphæð 12.500.000 kr.
3. Innviðagreining á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að efla samkeppnishæfni landshlutans. Upphæð 8.000.000 kr.
4. Framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurland. Meginmarkmið er að leysa meðhöndlun og förgun úrgangs/sorps á Norðurlandi með hagkvæmum og umhverfisvænum hætti. Upphæð 5.500.000 kr.
5. Uppbyggingaráætlun fyrir Akureyrarflugvöll. Meginmarkmið er að bæta aðstöðu á Akureyrarflugvelli til að geta þjónað millilandaflugi og þjónað sem varaflugvöllur. Upphæð 3.500.000 kr.
6. Ungt og skapandi fólk. Meginmarkmið er að auka samkeppnishæfni landshlutans fyrir ungt fólk. Upphæð 4.000.000 kr.
7. Menntunarþörf og tækifæri eftir starfssviðum og greinum á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að greina menntunarþarfir og tækifæri eftir starfssviðum og greinum bæði hvað varðar grunn- og framhaldsmenntun. Upphæð 6.000.000 kr.
8. Samstarf um fjölnýtingu orkuauðlinda á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að auka og bæta nýtingu orkuauðlinda landshlutans. Upphæð 9.000.000 kr.
9. Þróun og ráðgjöf í menningarmálum. Meginmarkmið er að starfandi verði verkefnisstjóri menningarmála sem sinni þróun og ráðgjöf í menningarmálum. Upphæð 11.225.000 kr.

 

Verkefni samþykkt 2017

1. Samstarf um fjölnýtingu orkuauðlinda á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að auka og bæta nýtingu orkuauðlinda landshlutans. Upphæð 9.000.000 kr.
2. Þróun og ráðgjöf í menningarmálum. Meginmarkmið er að starfandi verði menningarfulltrúi sem sinni þróun og ráðgjöf í menningarmálum. Upphæð 10.900.000 kr.
3. Svæðisskipulag fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að stuðla að heildstæðri stefnu um ferðaþjónustu á Norðurlandi eystra. Upphæð 9.000.000 kr.-frestað.
4. Kostir og gallar sameiningar Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna. Meginmarkmið er að draga fram kosti og galla þess að sameina félögin. Upphæð 3.500.000 kr.
5. GERT. Meginmarkmið er mæta þörfum vinnumarkaðarins fyrir vel menntað starfsfólk á sviði raunvísinda og tækni. Upphæð 9.000.000 kr.
6. Smávirkjanakostir á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að kanna möguleika á aukinni sjálfbærni í raforkunotkun með smávirkjunum. Upphæð 6.500.000 kr.
7. Raforkuöryggi á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að greina framboð og eftirspurn eftir raforku á Norðurlandi eystra. Upphæð 5.000.000kr.

 

Verkefni samþykkt 2016

1. Samstarf um fjölnýtingu orkuauðlinda á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að auka og bæta nýtingu orkuauðlinda landshlutans. Upphæð 9.000.000 kr.
2. Þróun og ráðgjöf í menningarmálum. Meginmarkmið er að starfandi verði menningarfulltrúi sem sinni þróun og ráðgjöf í menningarmálum. Upphæð 10.600.000 kr.
3. Svæðisskipulag fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi eystra. Meginmarkmið er að stuðla að heildstæðri stefnu um ferðaþjónustu á Norðurlandi eystra. Upphæð 9.000.000 kr.

 

Verkefni samþykkt 2015

1. Norðurland – Hlið inn í landið. Meginmarkmið er að koma á millilandaflugi um Akureyrarflugvöll til lengri tíma. Upphæð 15.000.000 kr.
2. Þróun og ráðgjöf í menningarmálum. Meginmarkmið er að starfandi verði menningarfulltrúi sem sinni þróun og ráðgjöf í menningarmálum. Upphæð 10.600.000 kr.
3. Skapandi skólastarf. Meginmarkmið er að vinna framkvæmdaáætlun í skapandi skólastarfi, ásamt tilraunaverkefni. Upphæð 3.500.000 kr.
4. Birding Iceland. Meginmarkmið er þróun og kynning á fuglaskoðun á Norðurlandi. Upphæð 3.253.000 kr.
5. Grunngerð og mannauður. Meginmarkmið er að til verði gagnagunnur um grunngerð og mannauð í menningu. Upphæð 3.000.000 kr.
6. Matartengd ferðaþjónusta. Meginmarkmið er uppbygging matartengdrar ferðaþjónustu á Norðurlandi. Upphæð kr. 2.000.000 kr.