Verkefnisstjóri menningarmála – menningarfulltrúi

Eyþing auglýsir starf verkefnisstjóra menningarmála. Starfssvæði Eyþings er allt Norðurland eystra.  Starfið er áhersluverkefni innan Sóknaráætlunar Norðurlands eystra og er starfstími til ársloka 2019. Starfið felur í sér faglega ráðgjöf, eflingu og þróun samstarfs í menningarmálum, ráðgjöf við umsækjendur um styrki í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra og aðra sjóði, auk annarra verkefna. 

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun eða sambærilegt nám,  sem nýtist í starfi.
  • Góðir skipulags- og samstarfshæfileikar.
  • Þekking og reynsla af menningarstarfi og menningartengdri ferðaþjónustu æskileg.
  • Mjög góð íslenskukunnátta.
  • Góð tölvu- og tungumálakunnátta.

Við leitum að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi sem á auðvelt með  samskipti við fólk, er vanur sjálfstæðum vinnubrögðum og frumkvæði í störfum.

Vinnutími getur krafist sveigjanleika. Aðalstarfsstöð verður á Akureyri.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 14. september nk.

Umsóknir skal senda á netfangið eything@eything.is.

Upplýsingar veitir Pétur Þór Jónasson framkvæmdastjóri Eyþings á netfanginu  eything@eything.is eða í síma 464-9933.