Verkefnastjóri óskast til starfa hjá Eyþingi

Eyþing er landshlutasamtök sveitarfélaga á Norðausturlandi og innan Eyþings eru 13 sveitarfélög með liðlega 30.000 íbúa. Hlutverk Eyþings er að vera samráðsvettvangur aðildarsveitarfélaganna og sinna hverjum þeim verkefnum sem sveitarfélögin eða löggjafinn kunna að fela þeim. Markmið samtakanna er að efla samvinnu sveitarfélaganna, gæta hagsmuna þeirra, styrkja byggð og mannlíf á starfssvæðinu öllu, atvinnulega, félagslega og menningarlega. Ráðið er í starf verkefnastjóra til eins árs og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið verkefnastjóra:

·         Umsýsla uppbyggingarsjóðs og áhersluverkefna Sóknaráætlunar landshlutans.

·         Fjárhagsleg umsýsla s.s greiðsla reikninga og merking bókhaldsgagna.

·         Skjalastjórnun, undirbúningur funda og ritun fundagerða.

·         Umsagnir um þingmál.

·         Eftirfylgni verkefna.

·         Upplýsingagjöf og ráðgjöf til stjórnar og starfsmanna Eyþings.

·         Skýrslugerð, úrvinnsla og umsjón heimasíðu.

·         Önnur störf er starfinu tengjast.

Hæfniskröfur:

·         Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg, svo sem á sviði viðskipta- eða lögfræði.

·         Góð almenn tölvukunnátta.

·         Reynsla af fjármálalegri umsýslu er æskileg.

·         Reynsla af sambærilegum störfum er æskileg.

·         Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.

·         Samskipta- og samstarfshæfni.

·         Góð íslenskukunnátta og ritfærni.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Páll Björgvin Guðmundsson hjá Eyþingi. Kynningarbréf ásamt ferilsskrá skal berast á netfangið, pall@eything.is til og með 19.desember n.k en þá rennur umsóknarfrestur út.

 

Laun eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.