Úthlutun menningarstyrkja 2012

Fimmtudaginn 2. febrúar. úthlutaði Menningarráð Eyþings rúmlega 21,5 milljón króna til menningarstarfs á starfssvæði Eyþings við hátíðlega athöfn í Hlíðarbæ í Hörgársveit. Þetta er í áttunda sinn sem úthlutað er styrkjum samkvæmt samstarfssamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og sveitarfélaga í Eyþingi um menningarmál.

Í ár eru liðin fimm ár frá undirritun fyrsta menningarsamningsins við ríkið og á þessum árum hafa menningarráðinu borist 688 umsóknir alls. Hafa 390 verkefni hlotið verkefnastyrk samtals að upphæð 134 milljónir króna. Ljóst er að þetta samstarf hefur skilað miklum ávinningi á öllu starfssvæði Eyþings til að efla menningarlíf og menningartengda ferðaþjónustu.  Í árangursmati á menningarsamningum sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri framkvæmdi koma glögglega í ljós jákvæð áhrif  samningsins. 

Menningarráðinu bárust alls 127 umsóknir um rúmlega 75 milljónir króna.

Ávarp flutti  Geir Kristinn Aðalsteinsson varaformaður Eyþings. Auk þeirra voru viðstaddir styrkþegar menningarráðs, sveitarstjórnarmenn og gestir. Við sama tækifæri sagt frá samstarfi við fjölmiðlafræðideild Háskólans á Akureyri.

Menningarráðið leggur jafnan áherslu á að þau verkefni sem hljóta styrki efli á einhvern hátt samstarf og/eða samvinnu í menningarmálum á Norðausturlandi eða dragi fram menningarleg sérkenni svæðisins. Áherslur við úthlutun þessa árs eru meðal annars verkefni sem stuðla að samvinnu atvinnumanna í listum, listnema og leikmanna, verkefni sem hvetja til samvinnu ólíkra þjóðarbrota í samstarfi við Íslendinga, verkefni sem efla þekkingu og fræðslu á sviði menningar og lista og verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista.

 

Styrkhafar 2012  (Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð)

 

Eftirtalin verkefni hlutu styrk að þessu sinni:

Verkefni  Umsækjandi Málþing um línuútgerð Útgerðaminjasafnið á Grenivík Tólfti september Áhugahópur um dagskrá til heiðurs Freymóði Jóhannssyni Gamli barnaskólinn Skógum - Fnjóskadal Gamli barnaskólinn Skógum ses Í austur Guðbjörg Ringsted Bátasmíðaverkefni Síldarminjasafnsins Síldarminjasafn Íslands Listfræðsla fyrir alla og málþing Myndlistarfélagið Menningarþrenna í Laufási Bolli Pétur Bollason Norðurlandsmót kvæðamanna ÞjóðList ehf Fjölþjóðlegt verkefni byggt á fornri kveðskaparhefð Menningarmiðstöð Þingeyinga Myndlist milli mála - hádegisauki Myndlistarfélagið Fræðsluefni fyrir börn um línuútgerð Útgerðaminjasafnið á Grenivík Listasmiðjur í Grímsey Kvenfélagið Baugur í samstarfi við Sjónlistamiðstöðina Barnamenningarhátíð í Bergi Emmi Tullia Kalinen, Vignir Hallgrímsson og Berg Þýðing og miðlum á enskum texta, viðbót við sýningu Skjálftafélagið Þér er boðið...Afmælisdagskrá í tilefni 50 ára afmælis Minjasafnsins á Akureyri Minjasafnið á Akureyri Lifandi viðburðir á Ljóðasetri Íslands Ljóðasetur Íslands Ekki 13 heldur 12+1 Sigurður Hlöðversson Inn milli fjallanna - Menningardagskrá tileinkuð Jóni Trausta Ferðþjónustan Ytra Álandi Grímseyjardagur Ferðaþjónustuaðilar í Grímsey Fornleifaskóli eldri borgara Fornleifaskóli barnanna Námskeið í flutningi og túlkun barokktónlistar Barokksmiðja Hólastiftis Úr ljóðum Laxness Kammerkór Norðurlands Blússkóli í Fjallabyggð Jassklúbbur Ólafsfjarðar Uppskeruhátíð ræktunar og myndlistar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og Jóhann Thorarensen Listasmiðjur á Listasumri í Listagili í tilefni 150 ára afmælis Akureyrar Menningarmiðstöðin og listasafnið Langanes Artisphere 2012 Ytra Lón ehf.  Ljósmyndir Tómasar Jónssonar - Þórshöfn um miðja 20. öld Sauðaneshús á Langanesi Barnamenning, börn og handverk Handverksmiðstöðin Punkturinn Hönnun og frágangur á sýningu Mótorhjólasafn Íslands Í gegnum tíðina. Leikrit með söngvum Ungmennafélagið Efling Sögusýning í húsi Hákarla Jörundar Ferðamálafélag Hríseyjar Áhrif listamanna í afskekktum byggðalögum Erlingur B. Thoroddsen Málþing um Litlu Núpa Hið Þingeyska fornleifafélag Haftónar Hollvinasamtök Húna II Norðurlandsmót þjóðdansara Dansfélagið Vefarinn Síldarstúlkan Hrútadagsnefnd Ljóðahátíðin í Eyjafirði Litl ljóða hámerin Góðir gestir á Kópaskeri Flygilvinir - tónlistarfélag við Öxarfjörð Sköpun bernskunnar Myndlistarfélagið Menningarstarfsemi í Alþýðuhúsinu á Siglufirði  Aðalheiður S. Eysteinsdóttir Lýsum skammdegið upp 2012 Menningarsmiðjan Populus tremula Eyfirski safnadagurinn Söfnin í Eyjafirði - AMEN Föstudagsfreistingar Tónlistarfélag Akureyrar Tónleikaröð í Hlöðunni Litla-Garði Skúli Gautason Heitir fimmtudagar Jassklúbbur Akureyrar Skógarsýning Skógræktarfélag Eyfirðinga Réttardagur 50 sýninga röð Aðalheiður S. Eysteinsdóttir Sögusýning í Grímsey Kvenfélagið Baugur  Fiskimjölsiðnaður í 100 ár Síldarminjasafn Íslands Ereskigal og Gullveig Anna Richardsdóttir Þjóðsögur og hönnun Hugrún Ívarsdóttir Leikstjórn óperunnar Dido og Aeneas Hymnodia kammerkór Danshelgi í Húsinu Silvía Rán Sigurðardóttir Það búa litlir dvergar Helena Guðlaug Bjarnadóttir Sýningar 2012 Safnasafnið - Alþýðulist Íslands Hvar á ég heima? - sýningarröð í Eyjafirði í tilefni 50 ára afmælis Minjasafnsins á Akureyri Minjasafnið á Akureyri Móðir Kona Meyja Yst - Ingunn St. Svavarsdóttir Reitir 2012 Arnar Ómarsson Barnasöngleikur Sigrún Magna Þórsteinsdóttir Rímur og Rokk Menningarmiðstöð Þingeyinga "Hægt hægt" Margmiðlunarævintýri á Húsabakka Náttúrusetrið á Húsabakka ses Fræðasetur um forystufé Fræðafélag um forystufé Borgarinn, leikrit þar sem stuðst er við ævi Vilhelmínu Lever Saga Jónsdóttir  Djákninn á Myrká Leikfélag Hörgdæla Listaflakk - menningarlegt ferðalag Leikfélagið Silfurtunglið Úlfármálið/Fjörsváfnir Gallerí Víð8tta Listahátíðin List án Landamæra List án landamæra Verksmiðjan á Hjalteyri Verksmiðjan á Hjalteyri Sameiginlegt markaðsverkefni safna og sýninga á Norðausturlandi Safnaklasi Eyjafjarðar og Safnaþing Hér þar og alls staðar Menningarmiðstöðin í samstarfi við Listasafnið og myndlistarmenn Götulistahátíðin Hafurtask Leikhópurinn Þykista Þróunarstarf Menningarráð Eyþings