Fimmtudaginn 18. mars sl. úthlutaði Menningarráð Eyþings 23 milljónum króna til menningarstarfs á starfssvæði Eyþings við hátíðlega athöfn í menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Þetta er í sjötta sinn sem úthlutað er styrkjum samkvæmt samstarfssamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og sveitarfélaga í Eyþingi um menningarmál.
Menningarráðinu bárust alls 127 umsóknir um tæpar 74 milljónir króna. Til ráðstöfunar voru nálægt 23 milljónir króna og hlutu 71 verkefni styrk.
Ávörp fluttu Björn Ingimarsson formaður Menningarráðs Eyþings og Stefán Arngrímsson fyrir hönd RARIK en undirritaður var samstarfssamningur um að RARIK verði aflvaki menningar í Eyþingi árið 2010. Auk þeirra voru viðstaddir styrkþegar menningarráðs, sveitarstjórnarmenn og gestir.
Menningarráðið leggur jafnan áherslu á að þau verkefni sem hljóta styrki efli á einhvern hátt samstarf og/eða samvinnu í menningarmálum á Norðausturlandi eða dragi fram menningarleg sérkenni svæðisins. Áherslur við úthlutun þessa árs eru meðal annars verkefni sem stuðla að samvinnu atvinnumanna í listum, listnema og leikmanna, verkefni sem hvetja til samvinnu ólíkra þjóðarbrota í samstarfi við Íslendinga, verkefni sem efla þekkingu og fræðslu á sviði menningar og lista og verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista.
Hæsta styrkinn hlaut sameiginlegt markaðsátak safna og sýninga á Eyþingssvæðinu. Að verkefninu standa 30 aðilar innan tveggja safnaklasa, Safnaklasa Eyjafjarðar og Safnaþings. Með verkefninu verður sköpuð heildstæð og sameiginleg ímynd safna á svæðinu með því að gefa út kynningarrit. Ritinu er ætlað að vekja áhuga og ýta undir aukinn straum ferðamanna til svæðisins. Með þessu framtaki er einnig verið að skapa sameiginlega vitund samfélagsins gagnvart söfnunum og verður hvatning fyrir íbúa til að heimsækja söfnin og njóta þess sem er í heimabyggð.
Eftirtalin verkefni hlutu styrk að þessu sinni:
1
Aðventa - á slóð Bensa
Mývatnsstofa
2
AIM Festival tónleikar 2010
AIM festifal á Akureyri
3
Barokkbíllinn
Barokksmiðja Hólastiftis
4
Blússkólinn í Ólafsfirði - Bryggjublús
Jassklúbbur Ólafsfjaðrar
5
Börn fyrir börn
Samstarfshópur um eflingu menningarstarfs barna á Akureyri
6
Dagskrá tileinkuð Jóni Trausta
Áhugafólk um að halda á lofti minningu Jóns Trausta
7
Dansað um Ísland
Dansfélagið Vefarinn
8
Dansert 2010
Anna Richardsdóttir
9
Einleikarar og kammersveit
Eyþór Ingi Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir
10
Ég man þegar....
Öldrunarheimili Akureyrar í samvinnu við Akureyrarstofu og Stíl
11
Fagurt er í Fjörðum
Gísl - kvikmyndagerð
12
Fjarsjóður - Eyfirskir ljósmyndarar 1858-1965
Minjasafnið á Akureyri
13
Fornleifar segja söguna
Hið Þingeyska fornleifafélag og Fornleifastofnun Íslands ses Norðurlandi
14
Fornleifaskóli barnanna, undirbúningur að samstarfi við fleiri grunnskóla
Fornleifaskóli barnanna
15
Forystufé á Norðausturlandi
Oddný E. Magnúsdóttir
16
Frón Tónlistarfélag
Polarfonia Classics ehf
17
Frumefnin flakka
George Hollanders
18
Fræðasetur um forystufé
Áhugamannahópur um stofnun Fræðaseturs um forystufé
19
Föstudagsfreistingar
Tónlistarfélag Akureyrar
20
Grænlensk menningarvika barna og unglinga í Fjallabyggð
Sveitarfélagið Fjallabyggð
21
Handverksnámskeið í Grímsey
Gallerí Sól
22
Heitir fimmtudagar
Jazzklúbbur Akureyrar
23
Hvað má menning kosta? Málþing um menningu sem hluti af opnunardagskrá Hofs
Menningarfélagið Hof og Tónlistarskólinn á Akureyri
24
Hönnun og prentun veggspjalda á Ljóðasetur
Félag um Ljóðasetur Íslands
25
Kórahátíði í Hofi, opnunardagskrá Hofs
Menningarfélagið Hof og fl.
26
Kórastefna við Mývatn 2010
Kórastefna við Mývatn ehf
27
Kvæðamenn við Eyjafjörð miðla þjóðlagaarfinum og rímnahefðinni
Kvæðamannafélagið Gefjun
28
Landnámsdagskrá - í tilefni af því að 1100 ár eru frá landnámi Svarðardals og Dalvíkur
Svarfdælskur mars, menningarhátíð
29
Langanes Artisphere
Ytra Lón ehf
30
Leiklistarnámskeið hjá félagsmiðstöðinni Gryfjunni á Grenivík
Félagsmiðstöðin Gryfjan
31
Let´s talk local - Húsavík
Kraðak ehf og Gamli Baukur
32
List án landamæra, listahátíð 2010
List án landamæra
33
Listasumar 2010 Akureyri og allt um kring
Menningarmiðstöðin í Listagili
34
Litla ljóðahátíðin
Lilt ljóða hámerin
35
Ljóðahátíðin Glóð
Ungmennafélagið Glói
36
Málþing og kynning á verkefninu "RUNA - Rannsóknir í upphafi nýrrar aldar"
Akureyrarakademían
37
Menning í Þingeyjarsveit
Þorgeirskirkja og Þingeyskur sagnagarður
38
Menningarstefna Akureyrarbæjar / Eru skólarnir skapandi?
Myndlistarfélagið á Akureyri
39
Miðlun á menningartengdri ferðaþjónustu - jólasveinarnir í Dimmuborgum
Oddur Bjarni Þorkelsson
40
Minnisvarði um Kristján frá Djúpalæk
Langanesbyggð
41
Norrænir handverksdagar
Norræna félagið á Akureyri
42
Ný íslensk kóratónlist
Kammerkór Norðurlands
43
Opnunardagskrá Hofs, Tónleikar unga fólksins
Menningarfélagið Hof og fl.
44
opnunarhátíð MMÞ
Menningarmiðstöð Þingeyinga
45
Prjóna 17 km. Langan trefil á milli miðbæjarhluta Fjallabyggðar
Fríða Gylfadóttir
46
Rauðanesdagur
Bjarnveig Skaftfeld
47
Réttardagur 50 sýninga röð
Aðalheiður Eysteinsdóttir
48
Rithöfundarkvöld í Þingeyjarsýslum
Menningarmiðstöð Þingeyinga í samstarfi við Langanesbyggð
49
Safnasafnið 15. ára
Safnasafnið - Alþýðulistasafn Íslands
50
Sameiginlegt markaðsátak safna og sýning á Eyþingssvæðinu. Útgáfa kynningarefnis
Safnaklasi Eyjafjarðar og Safnaþing
51
Samstarf um miðaldanámskeið
Gásakaupstaður ses
52
Shanghai akademiet
Félagsmiðstöðvarnar á Akureyri, Dalvíkurbyggð, Norðurþingi og Ólafsfirði
53
Sjónlistarnámskeið í Langanesbyggð
Sveitarfélagið Langanesbyggð
54
Skólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
55
Skrokkar
Anna Richardsdóttir
56
Sólstöðuhátíð í Grímsey
Kvenfélagið Baugur og Grímseyjarvinir á meginlandinu
57
Stuttmyndafestivalið Stulli
Akureyri og Langanesbyggð
58
Sögusetur Bakkabræðra
Kristín A Símonar og Bjarni Gunnarsson
59
Söguslóð: miðbær- innbær
Akureyrarstofa
60
Sögusýning í húsi Hákarla Jörundar
Ferðamálafélag Hríseyjar
61
Söngvökur í Tjarnarkirkju
Kristjana og Kristján Tjörn Svarfaðardal
62
Tónleikaröð Tónlistarfélags Dalvíkur
Tólistarfélag Dalvíkur
63
Uppskeruhátíð ræktunar og myndlistar
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
64
Veðurdraumar eldri borgara í Eyþingi
Draumasetrið Skuggsjá
65
Verksmiðjan á Hjalteyri
Verksmiðjan Hjalteyri
66
Viðburðir í Leikhúsinu á Möðruvöllum
Amtmannssetrið á Möðruvöllum
67
Vitið þér enn eða hvað - samtal um rætur
Mardöll - félag um menningararf kvenna
68
Þingeysk og þjóðleg minjagripaframleiðsla
Samstarfshópur um þingeyska minjagripaframleiðslu
69
Þingeyskur sögugrunnur
Menningarmiðstöð Þingeyinga
70
Þjóðlagahátíðin á siglufirði 7.-11 júlí 2010
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði
71
Þjóðleikur á Norðurlandi
Þjóðleikur á Norðurlandi