Uppbygging flugvallakerfisins og efling innanlandsflugs

Akureyrarflugvöllur
Akureyrarflugvöllur

Eftirfarandi bókun var samþykkt á fundi stjórnar Eyþings þann 11.september vegna skýrslu um uppbyggingu flugvallakerfisins og efling innanlandsflugs sem almenningssamgangna. Stjórn Eyþings fagnar nýútkominni skýrslu um "Uppbyggingu flugvallarkerfisins á Íslandi og eflingu innanlandsflugs". Að koma varaflugvöllum landsins inn í efnahagsreikning ISAVIA og að breyta eigendastefnu ISAVIA á þann hátt að hún taki mið að byggðamálum, eflingu ferðaþjónustunnar og atvinnuuppbyggingar um allt land er stórt og mikilvægt skref í uppbyggingu vallanna. Þá telur stjórn Eyþings að það, að jafna aðgengi landsmanna að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum með niðurgreiðslum á fargjöldum í innanlandsflugi geta verið eina stærstu byggðaaðgerð sem ráðist hefur verið í á síðari árum. Stjórn Eyþings hvetur alþingi til þess að veita tillögunum framgang, svo að þær komist til framkvæmda hið fyrsta.

Meðfyglandi slóð á skýrsluna.

https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=33713415-f7dc-11e8-942f-005056bc530c