Eyþing vekur athygli á áhugaverðum kynningarfundum á vegum Rannís um styrkjamöguleika Evrópuáætlana.
Evrópuáætlanir:
- Creative Europe, menningaráætlun Evrópusambandsins og þróunarstyrkir EFTA
- Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins
- Nordplus, norræn menntaáætlun
Fyrri fundurinn verður haldinn á Siglufirði fimmtudaginn 29. ágúst í Ráðhúsinu kl. 10-11:30 og seinni fundurinn verður á Akureyri fimmtudaginn 29. ágúst í Verksmiðjunni, Glerárgötu 34, kl. 15-16:30.
Á fundunum verður boðið upp á kaffi og meðlæti.
Áhugasamir eru beðnir um að skrá þátttöku
hér.