Stofn- og rekstrarstyrkir til menningarmála

  Menningarráð Eyþings auglýsir stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála (styrkir sem Alþingi veitti áður)   Menningarráð Eyþings auglýsir nú í fyrsta sinn eftir umsóknum um stofn- og rekstrarstyrki á grundvelli viðauka menningarsamnings mennta- og menningarmálaráðuneytis við Eyþing.   Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur vandlega, þær má finna hér. Til ráðstöfunar í stofn- og rekstrarstyrki eru um 12 milljónir króna. Umsækjendur þurfa að skila ítarlegum upplýsingum um starfsemi sína, þar á meðal síðasta ársreikningi. Umsóknareyðublað má finna hér.
Við úthlutun ársins 2012 hefur menningarráð ákveðið að líta frekar til þeirra umsækjenda sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: Stuðla að því að efla menningarstarfsemi á sviði lista, safna- og menningararfs Stuðla að nýsköpun í menningarstarfsemi Styðja við menningarstarfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á svæðin Verkefni sem og flutt voru af safnliðum fjárlaga til Menningarráðs Eyþings árið 2012   Umsóknarfrestur um stofn- og rekstrarstyrki er til og með 20. september.
Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi, símar 464 9935 / 862 2277, netfang menning@eything.is