Stefnumótun Menningarráðs Eyþings

Í samningi ríkisins við Eyþing um menningarmál er kveðið á um að Menningarráð Eyþings setji
sér stefnu og áætlun um hvernig það hyggst starfa að markmiðum samningsins. Menningaráð Eyþings fékk til liðs við sig Hauk F. Hannesson listrekstrarfræðing til að vinna að stefnumótun fyrir ráðið. Stefnumótun Menningarráðs Eyþings var samþykkt á fundi ráðsins í apríl síðastliðnum. Áhugasamir geta kynnt sér stefnu ráðsins hér.
Að beiðni stjórnar Eyþings, og í tengslum við sóknaráætlun landshluta, vinnur Menningarráð Eyþings nú að sameiginlegri stefnumörkun í menningarmálum fyrir sveitarfélög á starfssvæði Eyþings. Hefur öllum sveitarfélögum á starfssvæðinu verið sent erindi þess efnis. Stefnt er að því að kynna drög að stefnumótuninni á aðalfundi Eyþings í október nk.