Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Norðurlands eystra

Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Norðurlands eystra kom saman á Fosshótel Húsavík 25. október sl.

Í samningi um sóknaráætlun kemur fram að landshlutasamtökin skipi samráðsvettvang þar sem tryggð er sem breiðust aðkoma ólíkra aðila og gætt að búsetu-, aldurs- og kynjasjónarmiðum. Landshlutasamtökin skilgreina hlutverk og verkefni samráðsvettvangs og skal hann hafa beina aðkomu að gerð sóknaráætlunar landshlutans og vera upplýstur um framgang hennar. Gert er ráð fyrir að samráðsvettvangurinn komi saman a.m.k. árlega.  

Samráðsvettvangurinn kom síðast saman á Akureyri þann 28. janúar 2016  

Samráðsvettvangurinn samanstendur af 41 manns, 20 sveitarstjórnarmönnum, 12 manns frá svæðafundum 2015, 1 frá MAK, 1 frá öllum framhaldsskólum á svæðinu, 2 frá HA ásamt rektor HA.

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

Setning
Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður Eyþings.

 

Sóknaráætlun – stóra myndin
Hólmfríður Sveinsdóttir sérfræðingur Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu

 

Framvinda Sóknaráætlunar Norðurlands eystra
Pétur Þór Jónasson framkvæmdastjóri Eyþings

 

Dæmi um áhersluverkefni

  • Eimur
    Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings
  • Birding Iceland
    Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands

 

Fundarslit