Samið við Strategíu

Í kjölfar aukaaðalfundar Eyþings voru formenn Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Eyþings skipaðir í stýrihóp vegna endurskipulagningar 
landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Stýrihópurinn ákvað að ganga til samninga við Strategíu um ráðgjöf vegna verkefnisins og fólu formanni stýrihópsins að ganga frá samningi þess efnis. Undirritun fór fram í dag þar sem Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi Strategíu og ráðgjafi, Hilda Jana Gísladóttir formaður stýrihópsins og Helga María Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Eyþings undirrituðu samninginn.