Nýr starfsmaður Eyþings

Helga María Pétursdóttir hag- og viðskiptafræðingur hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Eyþingi. Alls sóttu 13 aðilar um starfið en einn aðili dróg umsókn sína til baka.

Helga María er með M.Sc próf í hagfræði frá Háskóla Íslands og B.Sc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Helga hefur m.a. starfað sem sérfræðingur hjá Glitni og Íslandsbanka ásamt því að starfa bæði hjá velferðarráðuneytinu og fjármála-og efnahagsráðuneytinu.

Helga María hefur undanfarna mánuði starfað sem verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar en þar hefur hún sinnt almennum skrifstofustörfum og ráðgjöf.

Eyþing býður Helgu velkomna til starfa og óskar henni velfarnaðar í störfum sínum.