Nýkjörin stjórn Eyþings

Á aðalfundi Eyþings sem haldinn var á Dalvík 5. og 6. október, var kosin stjórn til næstu tveggja ára, þ.e. 2012 - 2014. Í samræmi við samþykktir Eyþings þá lét Bergur Elías Ágústsson formaður af stjórnarsetu en hann hafði setið sex ár í stjórn og þar af tvö ár sem formaður.

Sem aðalmenn voru kosnir:
Geir Kristinn Aðalsteinsson Akureyri
Guðný Sverrisdóttir  Grýtubakkahreppi
Sigurður Valur Ásbjarnarson Fjallabyggð
Dagbjört Bjarnadóttir  Skútustaðahreppi
Gunnlaugur Stefánsson  Norðurþingi

Formaður var kjörinn: Geir Kristinn Aðalsteinsson

Sem varamenn í sömu röð:
Halla Björk Reynisdóttir  Akureyri
Jón Hrói Finnsson  Svalbarðsstrandarhreppi
Marinó Þorsteinsson  Dalvíkurbyggð
Siggeir Stefánsson   Langanesbyggð
Soffía Helgadóttir  Norðurþingi