Ný stjórn Eyþings

Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri í Norðurþingi var kosinn nýr formaður Eyþings á aðalfundi samtakanna sem haldinn var á Siglufirði 8. og 9. október. Aðrir í stjórn voru kosnir Dagbjört Bjarnadóttir oddviti Skútustaðahrepps, Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Hanna Rósa Sveinsdóttir oddviti Hörgárbyggðar og Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri Fjallabyggðar.