Ný gjaldskrá Strætó tekur gildi 1. mars 2016

Ný gjaldskrá mun taka gildi fyrir þjónustu strætisvagna Strætó 1. mars nk.

Helstu breytingarnar eru að nú verða almennir farmiðar seldir 20 saman, eða með sama fyrirkomulagi og í tilviki afsláttarfarmiða, og munu farmiðaspjöldin hækka um 2,9%.

Mesta hækkunin mun verða á eins-  og þriggja daga kortum, eftir breytinguna mun eins dags kort kosta 1.500 kr. og þriggja daga kort 3.500 kr.

Staðgreiðslugjaldið hækkar um 5% og verður 420 kr., en á móti mun Strætó taka upp staðgreiðslugjald fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ár, öryrkja og aldraða og verður það 210 kr.

Tímabilskort og farmiðar hækka á bilinu 2,9-4,2%.

Verðhækkun er ætlað að mæta almennum kostnaðarhækkunum.

Nánari upplýsingar eru að finna hér