Námskeið Sambands ísl. sveitarfélaga

Samband ísl. sveitarfélaga mun standa fyrir fjórum námskeiðum í samstarfi við Eyþing í mars og apríl fyrir sveitarstjórnarmenn og starfsfólk sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og víðar:

Námskeið fyrir félagsmálanefndir og starfsmenn félagsþjónustu sveitarfélaga.
Tími: Föstudagur 11. mars, kl. 13 - 17.
Staður: Háskólinn á Akureyri, Sólborg. Stofa M-102.

Námskeiðið "Að vera í sveitarstjórn" sérstaklega fyrir kjörna fulltrúa en einnig framkvæmdastjóra og pólitíska fulltrúa í nefndum
Tími: Föstudagur 18. mars, kl. 9:30 - 17.
Staður: Háskólinn á Akureyri, Sólborg. Stofa N-102.

Námskeið um íslenska sveitarstjórnarstigið og rekstur sveitarfélaga fyrir kjörna fulltrúa og framkvæmdastjóra sveitarfélaga.
Tími: Laugardagur 19. mars, kl. 9:30 - 16.
Staður: Háskólinn á Akureyri, Sólborg. Stofa M-101.

Námskeið fyrir skólanefndir á Norðurlandi.
Tími: Apríl (nánari tímasetning og staðsetning ókomin).

Skráning á námskeiðin fer fram á heimasíðu sambandsins samband.is.