Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn

Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir námskeiðum nú í nóvember fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga.
Starfsmenn sambandsins eru leiðbeinendur og er megináherslan á þau úrlausnarefni sem sveitarstjórnir standa nú frammi fyrir vegna fjárhagsáætlunargerðar og kjarasamninga. Einnig verður  fjallað um lagalegt umhverfi sveitarstjórna.
Námskeiðsgjald er 12.500 kr. á þátttakanda. Námskeið verður haldið á Akureyri föstudaginn 26. nóvember í húsnæði Háskólans að Sólborg, stofu N102. Námskeiðið stendur frá kl. 10 til kl. 16:30.   Í framhaldi, eða laugardaginn 27. nóvember, verður boðið upp á námskeið í lestri ársreikninga. Eyþing og Símenntun HA stóðu fyrir samsvarandi námskeiði fyrir rúmlega tveimur árum við góðar undirtektir. Námskeiðið stendur frá kl. 9 - 16 og námskeiðsgjald er 12.000 kr. á þátttakanda. Í framhaldi, eða síðar í vetur, er áformað framhaldsnámskeið í greiningu ársreikninga sveitarfélaga.   Skráning á námskeiðin fer fram á netfang Eyþings eything@eything.is