Menningarlandið 2017

Menningarlandið 2017 - ráðstefnu um barnamenningu, verður haldin  í menningarhúsinu Bergi, Dalvík 13. - 14. september 2017.

Megintilgangur ráðstefnunnar verður að fjalla um barnamenningu og mikilvægi menningaruppeldis eins og menningarstefna stjórnvalda frá 2013 leggur áherslu á.

Áhersla er lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum og er markhópurinn starfandi listamenn, liststofnanir, söfn og aðrir aðilar sem sinna barnamenningu.

Aðalfyrirlesari er Tamsin Ace frá menningarmiðstöðinni Southbank Centre í London. 

Dagskrá Menningarlands 2017 má finna hér.

Skráðu þig hér fyrir 7. september. Þátttökugjald 5.500 kr. (hádegismatur báða daga og kvöldverður 13. september).