Kynningarskýrsla send Skipulagsstofnun vegna Vaðlaheiðarganga

Á vegum Greiðrar leiðar ehf. hefur verið tekin saman kynningarskýrsla um gerð Vaðlaheiðarganga og umhverfisáhrif þeirra. Skýrslan "Jarðgöng undir Vaðlaheiði ásamt vegtengingum - kynning framkvæmda" hefur verið send Skipulagsstofnun til ákvörðunar um matsskyldu framkvæmdarinnar í samræmi við ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. Ákvörðun Skipulagsstofnunar verður tekin að fengnu áliti umsagnaraðila.

Hægt er að lesa skýrsluna með því að smella hér