Kynningarfundur Skipulagsstofnunar o.fl.

Fimmtudaginn 3. mars nk. standa Skipulagsstofnun, Mannvirkjastofnun og umhverfisráðuneytið fyrir kynningarfundi á Akureyri um ný skipulagslög og mannvirkjalög sem tóku gildi 1. janúar sl. Jafnframt verða kynnt drög að nýjum reglugerðum.
Fundurinn verður haldinn í Ketilhúsinu í Gilinu og hefst kl. 13.

Dagskrá:
13:00  Helstu nýmæli í nýjum skipulagslögum og lögum um mannvirki
           Fulltrúar umhverfisráðuneytisins
13:30  Skipulagslögin og vinnan við nýja skipulagsreglugerð
           Fulltrúi Skipulagsstofnunar
14:00  Kaffihlé
14:20  Mannvirkjalögin og vinnan við nýja byggingarreglugerð
           Fulltrúi Mannvirkjastofnunar
14:50  Umræður
16:00  Fundarlok