Kynning á norrænu menningarstarfi og norrænum sjóðum

  Ert þú með verkefni? Kynning á norrænu menningarstarfi og norrænum menningarsjóðum   Menningarráð Eyþings í samstarfi við menntamálaráðuneytið, Norræna húsið, Norrænu upplýsingaskrifstofuna á Akureyri og Hvalasafnið á Húsavík boða til kynningarfundar um norrænt samstarf og norræna menningarsjóði.       Fundurinn verður haldinn í Hvalasafninu á Húsavík fimmtudaginn 27. nóvember kl. 12.45 – 16.00   13.00 - 13.30      Kynning á breytingum á norrænu menningarstarfi og formennskuáætlun Íslands í                          Norrænu ráðherranefndinni                          Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, menntamálaráðuneytinu   13.30 -14.00     Norræna menningargáttin / Kulturkontakt Nord                          Þuríður Helga Kristjánsdóttir, Norræna húsinu   14.00 - 14.30      Norræni menningarsjóðurinn / Nordisk kulturfond og aðrir norrænir menningarsjóðir                          María Jónsdóttir, Norrænu upplýsingaskrifstofunni, Akureyri   14.30 -15.30       Að sækja um styrk                          Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, menntamálaráðuneytinu   15.30 -16.00      Umræður og fyrirspurnir   Áður en fundur hefst kl. 12.45 verður boðið upp á súpu og í lok fundar gefst fundargestum færi á að ræða við fyrirlesara um möguleika á að sækja um styrk á norrænum vettvangi.   Fundurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu en skráning fer fram á netfanginu menning@eything.is