Húsfyllir í Hofi vegna gerðar nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra

Fimmtudaginn 19. september stóð Eyþing fyrir stórfundi í Hofi vegna gerðar nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024. Yfir 100 manns mættu á fundinn og fram komu margar góðar hugmyndir um framtíðarsýn landshlutans. Gert er ráð fyrir að vinnu vegna nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra verði lokið í nóvember 2019.