Greining ársreikninga sveitarfélaga

Námskeið um greiningu ársreikninga sveitarfélaga verður haldið föstudaginn 17. apríl. Námskeiðið er í samstarfi Eyþings og Símenntunarr Háskólans á Akureyri. Nánari upplýsingar um námskeiðið fara hér á eftir:   Námskeiðinu er ætlað að þjálfa þátttakendur í að túlka niðurstöður ársreiknings ásamt því að vinna og greina ýmsar upplýsingar og kennitölur úr honum.
Reiknað er með að þátttakendur hafi einhverja reynslu af lestri ársreikninga eða hafi setið námskeið A í lestri ársreikninga (haldið í apríl 2008).
 
1. Farið verður yfir ársreikninga sveitarfélaga og helstu kennitölur útskýrðar.
a) Einkenni ársreikninga sveitarfélaga.
b) A og B-hlutareikningar og samspil þeirra.
c) Hvað segja þær upplýsingar sem fram koma í ársreikningnum? Sagnfræði eða geta þær nýst okkur fyrir framtíðina (fyrirboðar)?
d) Hvaða upplýsingar skipta okkur mestu máli?
e) Hvernig get ég unnið nánar með þessar upplýsingar? Þátttakendur fara í gegn um dæmi (Hafi með sér vasareikni).
f) Tengsl fjárhagsáætlunar og ársreiknings. Mikilvægi fjárhagsáætlunar. 2. Hvernig eru upplýsingar úr ársreikningum sveitarfélaga notaðar til að setja fram kennitölur um sveitarfélögin í landinu og fylgjast með þróun í fjármálum þeirra (sbr. m.a. árbók sveitarfélaga)? Mælikvarðar eftirlitsnefndar og fleiri aðila. 3. Samanburður við önnur sveitarfélög. Hvaða þættir eru mikilvægastir? Er eitthvað að varast? Kennari: Hólmgrímur Bjarnason endurskoðandi hjá Deloitte Akureyri. Tími: Föstudagur 17. apríl 2009, kl. 9 -16. Staður: Húsnæði Háskólans á Akureyri að Borgum, stofa R-311. Verð: Kr. 9.000 (gögn, hádegisverður og síðdegiskaffi innifalið). Skráning: Til 14. apríl á unak.is undir símenntun.