Fundur um húsnæðismál á landsbyggðinni

Íbúðalánasjóður boðar til fundar um húsnæðismál á landsbyggðinni.

Hér getur þú skráð þig á fund um húsnæðismál á landsbyggðinni


Staður: Háskólinn á Akureyri, stofa M102
Stund: Þriðjudagurinn 26. sept kl. 9 - 10.50 

Umræðuefnið er sá mikli húsnæðisvandi sem sveitarfélög á landsbyggðinni glíma við sem er á margan hátt ólíkur vandanum á SV-horninu. Á dreifðari svæðum landsins er það nefnilega ekki hækkun fasteignaverðs sem plagar íbúa, heldur er markaðsverð oft á tíðum lægri en byggingarkostnaður með þeim afleiðingum að nýbyggingar eru fátíðar.

Íbúðalánasjóður vill, í samvinnu við sveitarfélögin, varpa ljósi á þennan vanda og hvers vegna nær ekkert nýtt íbúðarhúsnæði hafi verið byggt á sumum svæðum landsins undanfarin ár.

Uppbygging og endurnýjun húsnæðis er mikilvæg fyrir öll samfélög til að geta þróast og er mikill skortur á íbúðarhúsnæði farin að gera vart við nánast sama hvar drepið er niður fæti á landinu.

Hvaða lausnir eru til ráða til þess að bregðast við húsnæðisvanda á landsbyggðinni þar sem hefðbundinn lögmál framboðs og eftirspurnar virðast ekki gilda? Húsnæðisverð hækkar ekki þrátt fyrir að víða sé eftirspurn meiri en framboð íbúðarhúsnæðis. Þessi mál og fleiri verða rædd á fundinum.


Dagskráin er sem hér segir:


Stutt ávarp:
Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs


Framsöguerindi:
Illugi Gunnarsson, stjórnarformaður Byggðastofnunar

Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður Suðurkjördæmis og þingflokksformaður Viðreisnar

Sigrún Ásta Magnúsdóttir og Elmar Erlendsson, sérfræðingar á húsnæðissviði Íbúðalánasjóð


Pallborðsumræður:
Frummælendur
Vilhjálmur Jónsson, sveitarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðs


Fundarstjóri:
Hilda Jana Gísladóttir, fjölmiðlamaður á N4


Fundurinn er opin öllum en sveitarstjórnarmönnum, fasteignasölum, verktökum og öðrum hagsmunaaðilum á landsbyggðinni eru sérstaklega hvattir til þess að mæta.