Fundarboð

Fulltrúar sveitarfélaga í Eyþingi, ásamt stjórn Eyþings, eru boðaðir til fundar á vegum innanríkisráðuneytisins um frumvörp að breytingum á umdæmum sýslumanna og lögreglu. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 14. febrúar nk. kl. 10 – 12 á Hótel KEA Akureyri.

Tvö frumvörp um málefni fundarins eru nú til meðferðar hjá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis og verða þau kynnt og til umræðu á fundinum.
Frumvörpin má lesa hér: 

Frumvarp til laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði.

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna flutnings verkefna frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsembætta
og annarra embætta og stofnana.

Sambærilegir fundir hafa verið haldnir í öðrum landshlutum og á eftirfarandi hlekk er frétt um fund á Vesturlandi, þar sem sjá má nánar um fundarefnið og tilhögun: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28833

Miðað er við að 1-3 fulltrúar frá hverju sveitarfélagi sæki fundinn en að sjálfsögðu geta sveitarfélög sent fleiri fulltrúa ef þau óska.
Óskað er eftir svari frá ykkur um fyrirhugaða þátttöku, eigi síðar en um hádegi fimmtudaginn 13. febrúar nk.

Með kveðju,
Pétur Þór Jónasson
framkvæmdastjóri
Eyþing – samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum