Fulltrúaráð Eyþings fundaði á Dalvík

Fulltrúar á fundi fulltrúaráðs Eyþings 15. febrúar 2019.
Fulltrúar á fundi fulltrúaráðs Eyþings 15. febrúar 2019.

Fundur fulltrúaráðs Eyþings var haldinn á Dalvík 15. febrúar sl. Hlutverk fulltrúaráðsins er að vera stjórn til ráðgjafar í veigamiklum málum og að tryggja lýðræðislega aðkomu allra sveitarfélaga á starfssvæði Eyþings. Um þessar mundir er verið að vinna að undirbúningi áhersluverkefna 2019 sem tengjast sóknaráætlun svæðisins sem og umsóknum Eyþings um sértæki verkefni (C1) sóknaráætlunarsvæða. Fundargerð fulltrúaráðsins er nú komin á heimasíðuna en þar er m.a. farið betur yfir þau verkefni sem nú eru í gangi og tengjast sóknaráætlun svæðsins.