Frá aðalfundi 2010

Aðalfundur Eyþings var haldinn í bátahúsinu á Siglufirði dagana 8. og 9. október sl. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru á fundinum flutt erindi um ýmis mál, s.s. aðildarviðræður Íslands og ESB, Sóknaráætlun fyrir Ísland, breytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og fleira.
Að venju voru fjölmargar ályktanir samþykktar á aðalfundinum og eru þær aðgengilegar hér til hægri á forsíðu heimasíðu Eyþings og undir valhnappi aðalfunda er að finna skýrslu stjórnar Eyþings fyrir liðið starfsár. Meðfylgjandi eru myndir frá fundinum sem Sveinn Þorsteinsson á Siglufirði tók.