Fjölmenningarstefna Eyþings

Hér á heimasíðu Eyþings hefur verið birt Fjölmenningarstefna Eyþings sem og handbók um mótttöku innflytjenda í skóla. Á aðalfundi Eyþings 2007 voru málefni innflytjenda tekin til umræðu. Þar var samþykkt að fela Eyþingi að vinna drög að stefnu og aðgerðaáætlun í málefnum innflytjenda. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að mótun stefnu og aðgerðaáætlunar sem nýst gæti sveitarfélögum á starfssvæði Eyþings. Pétri Þór Jónassyni, framkvæmdastjóra Eyþings, var falið að leiða verkefnið og með honum í verkefnisstjórn voru skipuð Anna Guðný Guðmundsdóttir verkefnisstjóri Alþjóðahússins á Norðurlandi og Gunnar Gíslason fræðslustjóri Akureyrarbæjar. Verkefnisstjórnin leitaði víða gagna og kallaði fjölda fólks til samráðs. Framlag þess ber að þakka. Þá ber sérstaklega að þakka að verkefnisstjórnin fékk annars vegar heimild til að nýta sér gögn úr verkefni Fjarðabyggðar „Nýir íbúar á góðum stað“ og hins vegar heimild til að nota og staðfæra handbók um móttöku innflytjenda í grunnskóla Reykjavíkur. Verkefnisstjórnin lagði fram drög að fjölmenningarstefnu á aðalfundi Eyþings í október 2008. Aðalfundurinn lýsti yfir ánægju með drögin og fól verkefnisstjórninni að ljúka vinnunni. Afraksturinn er í þessu riti ásamt fylgigögnum.   Skoða fjölmenningarstefnu - smella Skoða handbók - smella