Fjallskilasamþykkt staðfest

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið staðfesti þann 10. febrúar síðastliðinn nýja fjallskilasamþykkt fyrir Eyjafjarðarfjallskilaumdæmi. Um er að ræða fyrrverandi starfssvæði Héraðsnefndar Eyjafjarðar en Eyþing annast nú yfirstjórn allra fjallskilamála á umræddu svæði. Það tekur til sveitarfélaganna Fjallabyggðar, Dalvíkurbyggðar, Hörgársveitar, Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakkahrepps.
Með staðfestingu hennar er úr gildi felld Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á svæði Héraðsnefndar Eyjafjarðar nr. 439/2002.
Nýja fjallskilasamþykktin er birt hér á heimasíðu Eyþings undir liðnum Samningar og skýrslu. Hana má skoða hér í pdf útgáfu. (Smella)