Fagráð og úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs

Á fundi stjórnar Eyþings þann 7. apríl sl. var skipað í fagráð menningar, fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar og í úthlutunarnefnd fyrir Uppbyggingarsjóð.
Uppbyggingarsjóður er hluti af samningi milli Eyþings og ríkisins um sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019.

Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og tekur við hlutverki Menningarráðs Eyþings, Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og Vaxtarsamnings Norðurausturlands og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar og stofn- og rekstarstyrki til menningarmála.

Hér má sjá skipun í fagráð og úthlutunarnefnd. 

Skipun í fagráð menningar fyrir Uppbyggingarsjóð (3 fulltrúar).

Stjórnin samþykkir tilnefningar úr Menningarráði Eyþings sem enn er starfandi. Eftirtaldir eru skipaðir:

Arnór Benónýsson formaður, Þingeyjarsveit
Sóley Björk Stefánsdóttir, Akureyri
Kjartan Ólafsson, Akureyri

 Skipun í fagráð atvinnumála og nýsköpunar fyrir Uppbyggingarsjóð (5 fulltrúar).

Stjórnin samþykkir að fara að tilnefningum sem borist hafa frá atvinnuþróunarfélögunum. Eftirtaldir eru skipaðir:

Sigurður Steingrímsson formaður, Akureyri
Heiðrún Óladóttir, Þórshöfn
Snæbjörn Sigurðarson, Húsavík
Sigríður María Róbertsdóttir, Siglufirði
Ögmundur Knútsson, Akureyri

 Skipun í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs (5 fulltrúar).

Formenn fagráða taka sæti í úthlutunarnefnd skv. samþykktu stjórnskipulagi Uppbyggingarsjóðs, þeir Arnór Benónýsson og Sigurður Steingrímsson.

Þá samþykkir stjórnin að skipa eftirtalda:

Evu Hrund Einarsdóttur, formann, Akureyri
Birnu Björnsdóttur, Raufarhöfn
Huldu Sif Hermannsdóttur, Akureyri