Drekasvæðið og tækifæri á norðurslóðum

Eyþing boðar til kynningarfundar fyrir sveitarstjórnir um olíuleit á Drekasvæðinu og auðlindanýtingu á Norðurslóðum. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 18. nóvember á Fosshóteli Húsavík og hefst kl. 14. Áætlað er að fundurinn standi til kl. 17.
Fundurinn er haldinn í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og er einkum ætlaður sveitarstjórnarmönnum og starfsmönnum sveitarfélaga á starfssvæði Eyþings. Aðrir sem áhuga hafa á málefninu eru að sjálfsögðu velkonir. Sveitarfélögin eru hvött til að nýta sér þetta tækifæri til að fá ítarlegar og vandaðar upplýsingar um þetta viðamikla mál og þau tækifæri sem kunna að skapast fyrir svæðið og mikilvægt er að skapa samstöðu um og vinna sameiginlega að.
Á fundinum verður eftirfarandi dagskrá (með stuttu kaffihléi):
• Drekasvæðið ehf.  – frumkvæði Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps. Stutt kynning.
Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Drekasvæðisins ehf.
• Kynning á skýrslu um þarfagreiningu og staðarvalsathuganir fyrir þjónustumiðstöð.
Hafsteinn Helgason, Verkfræðistofunni Eflu.
• Olíuleitarverkefni, staða útboðsmála o.fl.
Kristinn Einarsson, Orkustofnun.
• Öldufarslegar aðstæður – verkefni Siglingastofnunar á norðurslóðum.
Gísli Viggósson, Siglingastofnun.
• Breytingar á Norðurslóðum – tækifæri til atvinnusköpunar tengd siglingum og auðlindavinnslu í norðri.
Ragnar Baldursson, utanríkisráðuneytinu, í verkefnisstjórn um eftirfylgni vegna skýrslu ráðuneytisins „Ísland á Norðurslóðum“.
• Fyrirspurnir og umræður.
 
Auk framsögumanna munu m.a. mæta á fundinn fulltrúar iðnaðarráðuneytis og fulltrúar í verkefnisstjórn utanríkisráðuneytisins.   Vegna skipulagningar fundarins eru þeir sem hyggjast sitja hann beðnir að tilkynna um þátttöku sína á netfangið eything@eything.is í síðasta lagi þriðjudaginn 17. nóvember.