Dagskrá aðalfundar Eyþings 2016

Hér er dagskrá aðalfundar Eyþings 2016 sem haldinn verður 30. sept og 1. okt á Þórshöfn Langanesbyggð. 

 

Aðalfundur Eyþings
Félagsheimilinu Þórsveri, Þórshöfn
30. september og 1. október 2016 

Föstudagur 30. september. 

12.30               Skráning.
13.00               Fundarsetning. Logi Már Einarsson formaður Eyþings.

Kosning tveggja fundarstjóra og tveggja ritara
Kosning kjörnefndar
Skýrsla stjórnar
Samantekt um starfsemi Uppbyggingarsjóðs
Skýrsla um starfsemi Menningarráðs
Ársreikningur og fjárhagsáætlun
Tillögur og erindi frá stjórn og fulltrúum 

Einkunnarorð í störfum aðalfundar: Saman erum við sterk. 

13.30               Ertu nokkuð Georg Bjarnfreðarson? Hugvekja um samstarf og samvinnu.
                        Anna Lóa Ólafsdóttir verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Símey. 

14.00               Samstarf og stoðstofnanir sveitarfélaga.
                        Opnun umræðu fyrir málefnavinnu: Sif Jóhannesdóttir stjórnarmaður í Eyþingi                         

14.15               Málefnavinna (Nefndir taka til starfa: Fjárhags- og stjórnsýslunefnd, kjörnefnd og fjórir til fimm málefnahópar).  

16.00               Kaffihlé. 

16:30               Ávörp (1. þingmaður kjördæmisins fyrir hönd þingmanna, innanríkisráðherra og formaður/framkvæmdastjóri  Sambands ísl. sveitarfélaga). 

17.15               Fundarhlé. 

17.30               Óvissuferð í boði Langanesbyggðar. 

20.00               Kvöldverður á Bárunni. Veislustjórn í höndum heimamanna.

 

Laugardagur 1. október.     

09.00               Samstarf um úrgangsmál.
                        Fulltrúi starfshóps á Norðurlandi 

09.15               Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (stutt kynning og umræður).
                        Alfreð Schiöth framkvæmdastjóri 

09.45               Málefnavinna (nefndir). 

10:45               Álit nefnda.  Afgreiðsla tillagna og ályktana, kosningar o.fl.

   • Afgreiðsla tillagna.
   • Ársreikningur 2015.
   • Afgreiðsla á endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2016 og fjárhagsáætlun 2017.
    • Val á endurskoðanda til eins árs.
    • Kosning stjórnar (formaður kosinn sérstaklega) og varastjórnar Eyþings.
    • Ákvörðun um fundarstað næsta aðalfundar.
    • Önnur mál.           

11.45               Hádegisverður. 

12:30               Samtal við þingmenn NA-kjördæmis

13:45               Áætluð fundarslit. 

 

Ath. Stjórn Eyþings áskilur sér rétt til breytinga á dagskránni