Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúrvernd farið saman

www.byggdastofnun.is
www.byggdastofnun.is
 

Byggðaráðstefna 2018 verður haldin 16.-17. október 2018 á Fosshótel Stykkishólmi.  Að ráðstefnunni standa Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Stykkishólmsbær.

Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land. Ráðstefnan er vettvangur fólks úr háskólum, stjórnsýslu, sveitastjórnum og annarra sem áhuga hafa á byggðaþróun og umhverfismálum. Leitast verður við að ná fram ólíkum sjónarmiðum þeirra sem vinna að rannsóknum og stefnumótun á vettvangi byggðamála með áherslu á umhverfismál.

Ráðstefnan á erindi við sveitarstjórnarfólk, fulltrúa atvinnulífs, stefnumótendur og alla sem eru áhugasamir um byggðaþróun og umhverfismál á Íslandi.

Ráðstefnugjald er kr. 15.000, innifalið eru veitingar, ráðstefnugögn og fyrirtækjaheimsóknir.  

SKRÁNING

Skráningafrestur á ráðstefnuna er til 10. október nk.

Ath. hótelherbergi eru frátekin til 14. september n.k. eftir þann tíma er ekki hægt að ábyrgjast gistingu.

Dagskrá Byggðaráðstefnunnar 2018 verður kynnt í byrjun september.

 

Frétt af vef Byggðastofnunar www.byggdastofnun.is