Byggðaráðstefnan 2016

Sókn landsbyggða:
Kemur unga fólkið? Hvar liggja tækifærin?
14.-15. september 2016, Breiðdalsvík

Byggðastofnun í samstarfi við Austurbrú, Breiðdalshrepp, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á Austurlandi stendur að ráðstefnunni sem er ætlað að kynna nýjar rannsóknir í byggðamálum og reynslu af hagnýtu starfi og vera á þeim grunni vettvangur fyrir umræðu um stefnumótun. Ráðstefnan er haldin á Breiðdalsvík er það gert til að veita þátttakendum innsýn í lífskjör heimamanna og áskoranir og tækifæri sem þeir standa frammi fyrir.

Á fyrri degi ráðstefnunnar er ætlunin að gefa yfirsýn yfir stöðu og þróun í byggða- og atvinnumálum landsbyggðanna. Kynntar verða nýlegar rannsóknir á þróun menntamála, atvinnuhátta sjávarbyggða, ferðaþjónustu, stóriðju og síðast en ekki síst á viðhorfum ungs fólks og brottfluttra kvenna. Þá mun Laila Kildesgaard sem er framkvæmdastjóri svæðissveitarfélagsins Borgundarhólms, segja frá því hvernig unnið hefur verið að því að snúa vörn í sókn á eyjunni sem hefur sem danskt jaðarsvæði, þurft að glíma við svipaðar áskoranir og íslenskar landsbyggðir.

Á seinni degi ráðstefnunnar verður sjónum síðan beint að sóknarfærum til jákvæðrar framþróunar. Kynnt verða árangursrík þróunarverkefni og tækifæri. Ráðstefnan á erindi við sveitarstjórnarfólk, fulltrúa atvinnulífs, stefnumótendur og alla sem vinna að og eru áhugasamir um byggða- og atvinnuþróun á Íslandi. 

Ráðstefnugjald er 15.000 kr. innifalið er veitingar, ráðstefnugögn og fyrirtækjaheimsóknir.  

Skráning á info@breiddalsvik.is – skráningarfrestur er til 5. september n.k.

Nánari upplýsingar: Sigríður Elín Þórðardóttir, sigridur@byggdastofnun.is

Dagskrá má sjá hér