Breytingar hjá Eyþingi

Pétur Þór Jónasson framkvæmdastjóri Eyþings hefur lokið störfum hjá samtökunum. Pétur hóf störf hjá landshlutasamtökunum árið 1998 og hefur starfað hjá þeim allar götur síðan. Stjórn þakkar Pétri hans störf undanfarin ár og óskar honum velfarnaðar.