Björn Ingimarsson kjörinn formaður stjórnar

Á aðalfundi Eyþings sem fram fór á Svalbarðsströnd dagana 22. og 23. september sl. var kjörin ný stjórn. Björn Ingimarsson í Langanesbyggð tók þá við formennsku af Jakobi Björnssyni frá Akureyri en Björn átti einnig sæti í fráfarandi stjórn. Auk Björn sitja í nýju stjórninni þau Sigrún Björk Jakobsdóttir, Akureyri, Þorsteinn Ásgeirsson, Fjallabyggð, Bergur Elías Ágústsson, Norðurþingi og Elísabet Sigurðardóttir, Eyjafjarðarsveit.

Auk þeirra Björns og Jakobs áttu sæti í fráfarandi stjórn þau Ásgeir Logi Ásgeirsson, Ólafsfirði, Reinhard Reynisson, Húsavík og Þórunn Jónsdóttir, Þingeyjarsveit.

Fundarmenn á aðalfundi Eyþings

 

 

 

 

 


Fráfarandi stjórn Eyþings. Frá vinstri: Jakob
Björnsson, Ásgeir Logi Ásgeirsson, Þórunn
Jónsdóttir, Reinhard Reynisson og Björn
Ingimarsson.