Aukaúthlutun verkefnastyrkja Menningarráðs Eyþings

12. október síðastliðinn úthlutaði Menningarráð Eyþings verkefnastyrkjum til menningarstarfs á starfssvæði Eyþings. Er þetta fimmta úthlutun ráðsins og fór athöfnin fram í grunnskólanum á Grenivík. Alls bárust ráðinu 48 umsóknir um 16,5 milljónir. 23 verkefni hlutu styrk að upphæð fimm milljónir króna. Ávörp fluttu Karítas H. Gunnarsdóttir skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu og Björn Ingimarsson formaður menningarráðs. Sirkus Artika tók á móti gestum með skemmtilegu atriði. Ungar stúlkur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar spiluðu fjórhent á píanó og félagar úr Freyvangsleikhúsinu fluttu stuttan þátt úr leikritinu Memento Mori.

Menningarráðið leggur jafnan áherslu á að þau verkefni sem hljóta styrki efli á einhvern hátt samstarf og/eða samvinnu í menningarmálum á Norðausturlandi eða dragi fram menningarleg sérkenni svæðisins.  Auk þessa hefur ráðið ákveðið að árið 2009 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:

Verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, byggðarlaga eða listgreina. Sérstaklega  er horft til verkefna sem  eru samstarf þriggja eða fleiri aðila og tengja saman Norðausturland Verkefni sem  stuðla að samvinnu atvinnumanna í  listum og leikmanna Verkefni sem hvetja til samvinnu ólíkra þjóðarbrota í samstarfi við Íslendinga. Verkefnin geta tengst tónlist, danslist, myndlist, bókmenntum og fl. Verkefni sem efla þekkingu og fræðslu á sviði  menningar og lista Verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista

Hámarksstyrkur í aukaúthlutun var 400.000.- krónur.
 
Menningarráð Eyþings vonar að styrkir þessir verði menningar- og listalífi á svæðinu hvatning til áframhaldandi góðra verka.

 

 

  Eftirtalin verkefni hlutu verkefnastyrk Menningarráðs Eyþings:

 

 

Verkefni

 

Umsækjandi

 

1

 

Jólakötturinn

 

Fjölsmiðjan á Akureyri

 

2

 

Jólahefðir ólíkra menningarheima

 

Norræna upplýsingaskrifstofan Ak

 

3

 

Börn fyrir börn

 

Samstarfshópur um eflingu menningarsamstarfs barna á Akureyri

 

4

 

Dansar Luðvíks XIV

 

Barokksmiðja Hólastiftis

 

5

 

Tilraunir í Hvalasafni, undirbúningur að sýningu

 

Anna Richardsdóttir

 

6

 

Projekt Sirkus Artika - vinnusmiðja og lokasýning

 

Sirkus Artika

 

7

 

Námssmiðja um opnar vinnustofur

 

Þingeyskt og þjóðlegt

 

8

 

Jarðskjálftaverkefni handa grunnskólum

 

Skjálftafélagið

 

9

 

Vínland rokksöngleikur eftir Helga Þórsson

 

Freyvangsleikhúsið

 

10

 

Íslenskur matur fyrr og nú  - málþing

 

Matur úr Eyjafirði - Local food

 

11

 

Samstarf safnaklasa

 

Safnaklasi Eyjafjarðar og safnakl. Þingeyjarsýslna

 

12

 

Ævi í ull - fræðslusýning um hönnun og vinnslu á ull og ullarvörum í verksmiðjunum á Gleráreyrum

 

Iðnaðarsafnið á Akureyri

 

13

 

Handverk og vöruþróun

 

Menningarmiðstöð Þingeyinga - Safnahúsið á Húsavík

 

14

 

Þingeyskar skáldkonur

 

Menningarmiðstöð Þingeyinga - Safnahúsið á Húsavík

 

15

 

Barnadraumar á Minjasafni

 

Draumasetrið Skuggsjá

 

16

 

Hringferð í Fjörðum

 

Birna Kristín Friðriksdóttir

 

17

 

ZOMBÍ Myrkrahátíð á Hjalteyri

 

Verksmiðjan

 

18

 

Sjálfsmyndir

 

Súpan

 

19

 

Listaverkaeign Fjallabyggðar - falinn fjársjóður

 

Sveitarfélagið Fjallabyggð

 

20

 

Matur og list

 

Joris Rademaker og Sigríður Bergvins

 

21

 

Ólafía - leikritun og tónsmíðar

 

Umf. Efling Reykjadal, Þingeyjarsveit

 

22

 

Sagnaþing á Dalvík

 

Náttúrusetrið á Húsabakka

 

23

 

Norðlensk ritmenning - 20 forvitnilegir þættir ú bókmenntasögu Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslna

 

Hjálmar Stefán Brynjólfsson og Jóna Hlíf Halldórsdóttir