Frestun aðalfundar SSNE

Í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna CODVID-19 veirunnar hefur stjórn SSNE í samráði við fulltrúa allra aðildarsveitarfélaga ákveðið að fresta fyrirhuguðum aðalfundi sem átti að fara fram í lok apríl. Þess í stað verður boðað til aðalfundar í september.
31.03.2020 | LESA

Lesa meira

Úrgangsmál á Norðurlandi - Staða og framtíð

Miðvikudaginn 1. apríl 2020 kl 13-16.30 verður blásið til vefráðstefnu um úrgangsmál í breiðum skilningi. Er ráðstefnan lokahnykkurinn á störfum starfshóps Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem hafði til skoðunar framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi.
27.03.2020 | LESA

Lesa meira

Fjarfundamenning

Á síðasta ári hlutu Þekkingarnet Þingeyinga ásamt SÍMEY styrk úr sóknaráætlun Norðurlands eystra til að vinna að verkefni sem ber heitið fjarfundamenning. Meginmarkmið með framkvæmd verkefnisins voru að auka og efla þekkingu og notkun kjörinna fulltrúa á Norðurlandi eystra á fjarfundum í nefndum/ráðum/stjórnum sveitarfélaga. Auka þekkingu starfsmanna stjórnsýslunnar á notkun fjarfunda í daglegu starfi og gera sveitarfélögin á svæðinu betur í stakk búin til að innleiða störf án staðsetningar.
26.03.2020 | LESA

Lesa meira

Verkefni til viðspyrnu

23. mars sendi stjórn Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, erindi til ráðherra ríkisstjórnarinnar varðandi leiðir til viðspyrnu í þeim aðstæðum sem nú eru uppi. Þar leggur stjórn til að stórauknu fjármagni verði veitt inn í Sóknaráætlun Norðurlands eystra til að mæta þeim áskorunum sem við blasa og tilgreina stór og mikilvæg verkefni sem þegar hafa verið útfærð og auðvelt er að hrinda í framkvæmd.
26.03.2020 | LESA

Lesa meira

Ráðstefna um úrgangsmál flutt á netið

Ráðstefnan sem SSNV og SSNE standa fyrir um úrgangsmál og halda átti á Akureyri þann 1. apríl hefur verið flutt á netið. Ráðstefnan mun fara fram á sama tíma og ætlað var, kl. 13-16 og verður send út á netinu.
25.03.2020 | LESA

Lesa meira

Upplýsingar um úrræði vegna Covid-19

SSNE hefur það að markmiði að veita bestu upplýsingar sem völ er á um þau úrræði og aðgerðir af hálfu ríkisins vegna þeirra efnahagsáhrifa sem Covid-19 heimsfaraldurinn veldur. Því bendum við á eftirfarandi síður sem halda vel utan um þær aðgerðir sem um ræðir og uppfæra eftir því sem þarf. Starfsfólk SSNE er til þjónustu reiðubúið, ekki hika við að hafa samband.
24.03.2020 | LESA

Lesa meira

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið „Betri Bakkafjörður“

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið „Betri Bakkafjörður“ Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrk úr sjóðum verkefnisins Betri Bakkafjörður fyrir árið 2020. Frestur til að sækja um er til og með föstudagsins 17. apríl 2020.
20.03.2020 | LESA

Lesa meira

Styrkir úr Barnamenningarsjóði

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Barnamenningarsjóði Íslands. Sjóðurinn er átaksverkefni til fimm ára, stofnaður í tilefni aldarafmælis fullveldisins á hátíðarfundi Alþingis 18. júlí 2018. Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl 2020 kl. 16.00.
04.03.2020 | LESA

Lesa meira