Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE)

Niðurstaðan úr nafnasamkeppninni sem fram fór í byrjun janúar er Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, skammstafað SSNE. Við viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt í keppninni og óhætt er að segja að margar góðar hugmyndir hafi komið fram.
24.01.2020 | LESA

Lesa meira

Nýr framkvæmdarstjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra

Stjórn Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) hefur ráðið Eyþór Björnsson í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. Eyþór Björnsson er með B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri, MBA frá Háskóla Íslands og diplomu í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla. Einnig hefur hann lokið diplomanámi í alþjóðlegum hafrétti frá Rhodes Academy. Eyþór hefur starfað sem forstjóri Fiskistofu frá árinu 2010 og þar á undan gengdi hann starfi sviðsstjóra veiðieftirlitssviðs hjá sömu stofnun. Eyþór hefur yfirgripsmikla reynslu af rekstri og stjórnun s.s. breytingastjórnun, skipulagningu og uppbyggingu starfsstöðva, mannauðsmálum, stefnumótun og innleiðingu stefnu.
20.01.2020 | LESA

Lesa meira

Ertu með hugmynd að áhersluverkefni?

Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra auglýsir eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020. Áhersluverkefni eru samningsbundin verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Verkefni geta til dæmis verið ráðgjafar- og átaksverkefni á sviði nýsköpunar-, menningar- og umhverfismála. Hægt er að skila inn hugmyndum til og með 31. janúar 2020 á netfangið vigdis@eything.is.
06.01.2020 | LESA

Lesa meira