Stjórn Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) hefur ráðið Eyþór Björnsson í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna.
Eyþór Björnsson er með B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri, MBA frá Háskóla Íslands og diplomu í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla. Einnig hefur hann lokið diplomanámi í alþjóðlegum hafrétti frá Rhodes Academy. Eyþór hefur starfað sem forstjóri Fiskistofu frá árinu 2010 og þar á undan gengdi hann starfi sviðsstjóra veiðieftirlitssviðs hjá sömu stofnun. Eyþór hefur yfirgripsmikla reynslu af rekstri og stjórnun s.s. breytingastjórnun, skipulagningu og uppbyggingu starfsstöðva, mannauðsmálum, stefnumótun og innleiðingu stefnu.
20.01.2020 | LESA