Laust starf hjá SSNE - Sviðs­stjóri atvinnu- og byggða­þró­unar á Húsavík

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, óska eftir að ráða drífandi einstakling í starf sviðsstjóra atvinnu- og byggðaþróunar í starfsstöð sína á Húsavík.
24.04.2020 | LESA

Lesa meira

Íbúum í sveitum landsins boðið að taka þátt í könnun

Íbúum, 18 ára og eldri, í sveitum landsins er boðið að taka þátt í könnuninni Byggðafesta og búferlaflutningar: Íslensk sveitasamfélög.
24.04.2020 | LESA

Lesa meira

Aukaúthlutun styrkja á sviði menningarstarfs og skapandi greina

Opnað verður fyrir umsóknir um aukaúthlutun styrkja á sviði menningarstarfs og skapandi greina á allra næstu dögum. Stuðningurinn, sem nemur alls 500 milljónum kr., byggir á þingsályktun um fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldursins, sem samþykkt var á Alþingi þann 30. mars sl.
21.04.2020 | LESA

Lesa meira

Aukaúthlutun úr sóknaráætlun Norðurlands eystra fyrir árið 2020

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020. Um er að ræða viðbótarfjármagn af hálfu ríkisins sem veitt er í sóknaráætlanir landshluta, sem og aukið fjármagn samtakanna, vegna áhrifa Covid-19 á samfélagið. Alls eru um 42 m.kr. í pottinum.
20.04.2020 | LESA

Lesa meira

Í tilefni af viðtali við Pétur Þór Jónasson í Morgunblaðinu 16. apríl 2020

Máli Eyþings og Péturs Þórs Jónassonar fyrrverandi framkvæmdastjóra lauk með sátt þann 27. janúar 2020. Málið var í kjölfarið kynnt fyrir sveitarstjórnum aðildarsveitarfélaganna og það afgreitt. Í sáttinni felst að deilum aðila er lokið og því óskiljanlegt að framkvæmdastjórinn fyrrverandi haldi áfram að flytja málið opinberlega.
17.04.2020 | LESA

Lesa meira

ANR auglýsir eftir umsóknum um styrki

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á málefnasviðum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
06.04.2020 | LESA

Lesa meira

Fréttabréf SSNE fyrir mars komið út

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, gefa nú út sitt fyrsta fréttabréf. Stefnt er að því að gefa slíkt rafrænt fréttabréf út í lok hvers mánaðar þar sem við förum í stuttu máli yfir þau helstu mál og verkefni sem við fáumst við á hverjum tíma.
03.04.2020 | LESA

Lesa meira

Frestun aðalfundar SSNE

Í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna CODVID-19 veirunnar hefur stjórn SSNE í samráði við fulltrúa allra aðildarsveitarfélaga ákveðið að fresta fyrirhuguðum aðalfundi sem átti að fara fram í lok apríl. Þess í stað verður boðað til aðalfundar í september.
31.03.2020 | LESA

Lesa meira

Úrgangsmál á Norðurlandi - Staða og framtíð

Miðvikudaginn 1. apríl 2020 kl 13-16.30 verður blásið til vefráðstefnu um úrgangsmál í breiðum skilningi. Er ráðstefnan lokahnykkurinn á störfum starfshóps Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem hafði til skoðunar framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi.
27.03.2020 | LESA

Lesa meira

Fjarfundamenning

Á síðasta ári hlutu Þekkingarnet Þingeyinga ásamt SÍMEY styrk úr sóknaráætlun Norðurlands eystra til að vinna að verkefni sem ber heitið fjarfundamenning. Meginmarkmið með framkvæmd verkefnisins voru að auka og efla þekkingu og notkun kjörinna fulltrúa á Norðurlandi eystra á fjarfundum í nefndum/ráðum/stjórnum sveitarfélaga. Auka þekkingu starfsmanna stjórnsýslunnar á notkun fjarfunda í daglegu starfi og gera sveitarfélögin á svæðinu betur í stakk búin til að innleiða störf án staðsetningar.
26.03.2020 | LESA

Lesa meira