Vettvangur ungs fólks á Norðurlandi eystra

Verkefnið Vettvangur ungs fólks á Norðurlandi eystra hlaut styrk úr sóknaráætlun Norðurlands eystra fyrir árið 2019 og miðar að því að skapa vettvang fyrir ungt fólk á Eyþingssvæðinu til að ræða sameiginleg hagsmunamál og kynnast lífi hvers annars. Markmiðið er að skapa samheldni, tengslanet og umræður og valdefla ungt fólk á svæðinu. Með þessu verkefni er komið tækifæri fyrir ungmenni til að eiga samstarf við sveitarfélögin á svæðinu og vekja athygli á þeirra málefnum.
25.02.2020 | LESA

Lesa meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra úthlutar 76 milljónum

Föstudaginn 7. febrúar, úthlutaði Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra 76 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar við athöfn í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Ávörp fluttu Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, Eyþór Björnsson, framkvæmdarstjóri SSNE, Eva Hrund Einarsdóttir, formaður úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs og Hilda Jana Gísladóttir, formaður stjórnar SSNE. Jólasveinarnir í Dimmuborgum sáu um skemmtiatriðin og Sel-Hótel sá um veitingarnar.
10.02.2020 | LESA

Lesa meira

Skýrsla RHA um Samstarf safna og Ábyrgðasöfn á Norðurlandi eystra

Á haustmánuðum 2019 skrifaði Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) undir samning við Eyþing/SSNE um gerð fýsileikakönnunar um aukið samstarf eða sameiningu safna á Norðurlandi eystra við höfuðsöfnin. Verkefnið var unnið í samræmi við tillögu C-14. Samstarf safna - ábyrgðasöfn í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 og var fjármagnað af mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
05.02.2020 | LESA

Lesa meira

Eyrarrósarlistinn 2020

Eyrarrósin, sem nú er veitt í sextánda sinn, er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Alls bárust 25 umsóknir um Eyrarrósina 2020 hvaðanæva af landinu. Þrjú verkefnanna hljóta formlega tilnefningu til verðlaunanna og eiga þar með möguleika á að hljóta Eyrarrósina 2020. Þau eru: Kakalaskáli í Skagafirði, Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði og Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda á Patreksfirði.
04.02.2020 | LESA

Lesa meira

Sex verkefni styrkt á Bakkafirði

Þann 10. janúar sl. voru sjö milljónum króna úr verkefninu Betri Bakkafjörður vegna ársins 2019 úthlutað til sex samfélagseflandi verkefna á Bakkafirði. Auglýst var síðastliðinn nóvember, sjö umsóknir bárust um styrki að upphæð kr. 16,5 milljónir. Styrkirnir eru hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir.
04.02.2020 | LESA

Lesa meira

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE)

Niðurstaðan úr nafnasamkeppninni sem fram fór í byrjun janúar er Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, skammstafað SSNE. Við viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt í keppninni og óhætt er að segja að margar góðar hugmyndir hafi komið fram.
24.01.2020 | LESA

Lesa meira

Nýr framkvæmdarstjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra

Stjórn Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) hefur ráðið Eyþór Björnsson í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. Eyþór Björnsson er með B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri, MBA frá Háskóla Íslands og diplomu í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla. Einnig hefur hann lokið diplomanámi í alþjóðlegum hafrétti frá Rhodes Academy. Eyþór hefur starfað sem forstjóri Fiskistofu frá árinu 2010 og þar á undan gengdi hann starfi sviðsstjóra veiðieftirlitssviðs hjá sömu stofnun. Eyþór hefur yfirgripsmikla reynslu af rekstri og stjórnun s.s. breytingastjórnun, skipulagningu og uppbyggingu starfsstöðva, mannauðsmálum, stefnumótun og innleiðingu stefnu.
20.01.2020 | LESA

Lesa meira

Ertu með hugmynd að áhersluverkefni?

Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra auglýsir eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020. Áhersluverkefni eru samningsbundin verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Verkefni geta til dæmis verið ráðgjafar- og átaksverkefni á sviði nýsköpunar-, menningar- og umhverfismála. Hægt er að skila inn hugmyndum til og með 31. janúar 2020 á netfangið vigdis@eything.is.
06.01.2020 | LESA

Lesa meira