Helga María tekur við verkefnum framkvæmdastjóra

Helga María Pétursdóttir mun taka tímabundið við verkefnum framkvæmdastjóra Eyþings eða fram að fyrirhuguðum skipulagsbreytingum. Helga María sem starfað hefur sem verkefnastjóri hjá bæði Eyþingi og Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MS í hagfræði frá Háskóla Íslands. Helga María starfaði áður á skrifstofu lífskjara og vinnumála hjá velferðarráðuneytinu og á skrifstofu skattamála hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
30.04.2019 | LESA

Lesa meira