Stjórn Eyþings samþykkti á fundi sínum þann 12. mars s.l. að fela formanni stjórnar, Hildu Jönu Gísladóttur tímabundið verkefni framkvæmdastjóra Eyþings frá og með 15. mars. Staða framkvæmdastjóra verður auglýst eins fljótt og auðið er að liðnum aukaaðalfundi sem haldinn verður þann 9. apríl nk, en á þeim fundi verður tekin afstaða til mögulegs samruna/aukins samstarfs Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna á svæðinu.
19.03.2019 | LESA