Nafnasamkeppni - ný landshlutasamtök á Norðurlandi eystra

Í nóvember sl. samþykktu Eyþing, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga sameiningu félaganna þriggja undir hatti nýrra samtaka. Þessi samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra efna hér með til nafnasamkeppni um heiti félagsins. Íbúar á svæðinu eru hvattir til að taka þátt í samkeppninni og finna hentugt og sterkt nafn á félagið.
30.12.2019 | LESA

Lesa meira

Framkvæmdastjóri samtaka atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra

Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra óska eftir að ráða drífandi einstakling í starf framkvæmdastjóra. Um er að ræða nýtt og spennandi starf sem gefur réttum aðila tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu og þróun á svæðinu. Starfsstöðvar félagsins verða á fjórum stöðum: Húsavík, Akureyri, Tröllaskaga og Norður Þingeyjarsýslum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Ráðið er í starfið til fimm ára.
12.12.2019 | LESA

Lesa meira

Ný sóknaráætlun Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024

Ný sóknaráætlun Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024 var kynnt og samþykkt samhljóða á aðalfundi Eyþings sem haldinn var í Dalvíkurbyggð 15.-16. nóvember sl. Í ljósi góðrar reynslu fyrri sóknaráætlana Norðurlands eystra, frá árunum 2013-2019, var ákveðið að ráðast í vinnu við nýja sóknaráætlun til næstu fimm ára. Þann 12. nóvember 2019 var undirritaður samningur milli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins annars vegar og Eyþings hins vegar um sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024. Markmið samningsins er að stuðla að jákvæðri byggðaþróun í takt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans og landsins alls.
28.11.2019 | LESA

Lesa meira

Opnað hefur verið fyrir Eyrarrósina 2020.

Eyrarrósin er viðurkenning veitt framúrskarandi menningarverkefnum sem þegar hafa fest sig í sessi utan höfuðborgarsvæðisins. Eyrarrósinni fylgja peningaverðlaun að upphæð 2.000.000 kr. Tvö önnur tilnefnd verkefni hljóta einnig peningaverðlaun að upphæð 500.000 kr.
28.11.2019 | LESA

Lesa meira

Menningarlíf: Skapandi afl í byggðaþróun?

Ráðstefna um þátt menningar og sögu í vexti og viðgangi byggðar á Íslandi sem haldin verður í Hofi þann 4. desember kl. 14-17. Aðalfyrirlesari er Menelaos Gkartzios sérfræðingur við Centre for Rural Economy við Háskólann í Newcastle sem hefur stýrt alþjóðlegum verkefnum sem snúast um að tengja listsköpun og menningarstarf með markvissum hætti við byggðaþróun og samfélagsuppbyggingu.
27.11.2019 | LESA

Lesa meira

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði 2020

Vakin er athygli sveitarfélaga á því að auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði vegna ársins 2020. Úr húsafriðunarsjóði eru m.a. veittir styrkir til sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð.
18.11.2019 | LESA

Lesa meira

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið „Betri Bakkafjörður“

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrk úr sjóðum verkefnisins Betri Bakkafjörður. Frestur til að sækja um er til og með sunnudagsins 15. desember 2019. Meginmarkmið verkefnisins Betri Bakkafjörður eru eftirfarandi: • Sterkir samfélagsinnviðir • Öflugt atvinnulíf • Aðlandi ímynd Bakkafjarðar • Skapandi mannlíf
18.11.2019 | LESA

Lesa meira

Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra er samkeppnissjóður og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrki á sviði menningarmála. Umsóknarfrestur vegna umsókna 2020 rann út þann 7. nóvember sl.
11.11.2019 | LESA

Lesa meira

Drög að sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024 er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda

Drög að sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024 er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar til og með 10. nóvember næstkomandi. Samráðið við mótun nýrrar sóknaráætlunar átti sér stað í þremur fösum. Fyrst fundaði fulltrúaráð Eyþings um þá framtíðarsýn sem sóknaráætlunin átti að endurspegla.
30.10.2019 | LESA

Lesa meira

FRAMKVÆMDASJÓÐUR FERÐAMANNASTAÐA AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI FYRIR ÁRIÐ 2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2020. Umsóknarfrestur er til hádegis þann 29. október næstkomandi.
10.10.2019 | LESA

Lesa meira