Ályktun frá aðalfundi Eyþings 2018

Aðalfundur Eyþings, haldinn 21. og 22. september, í Mývatnssveit samþykkir eftirfarandi ályktun:
27.09.2018 | LESA

Lesa meira

Aðalfundur Eyþings 2018 í Mývatnssveit

Aðalfundur Eyþings var haldinn dagana 21. og 22. september sl. á Sel-Hótel í Mývatnssveit. Á aðalfundinum voru flutt þrjú erindi; Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir fjallaði um framtíð ísl. Sveitarfélaga og styrkingu sveitarstjórnarstigsins. Helgi Már Pálsson ráðgjafi frá Eflu fór yfir Uppbyggingaráætlun fyrir Akureyrarflugvöll og að lokum kynnti Róbert Ragnarsson ráðgjafi skýrslu um úttekt á innra starfi Eyþings.
26.09.2018 | LESA

Lesa meira

Skráning á námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum.

Hægt er að skrá sig á námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum kjörtímabilið 2018-2022 hér. Námskeiðið er haldið í Lionssalnum við Skipagötu 14 á Akureyri þann 19. október. Námskeiðið verður frá kl. 10.00 til 17:00. Dagskrá námskeiðsins er að finna hér.
24.09.2018 | LESA

Lesa meira

Menningarleiðangur verkefnisstjóra Eyþings og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga

Silja Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri atvinnuþróunuarfélags Þingeyinga, skipulagði menningarleiðangur fyrir verkefnisstjóra menningarmála hjá Eyþingi, Vigdísi Rún Jónsdóttur, dagana 29. og 30. ágúst sl. Ekið var að morgni miðvikudags frá Akureyri austur á Húsavík þar er menningarfulltrúi Eyþings, sem þetta ritar, hitti skipuleggjanda ferðarinnar Silju Jóhannesdóttur. Þaðan var haldið á Skjálftasetrið á Kópaskeri hvar Benedikt Björvinsson og Guðmundur Örn Benediktsson (Bói) tóku á móti þeim. Framtíð Skjálftasetursins á Kópaskeri var rædd ásamt metnaðarfullum tónlistarviðburðum sem Flygilvinir - tónlistarfélag við Öxarfjörð hafa staðið fyrir í rúman áratug. Flygilvinir halda að jafnaði þrenna tónleika ár hvert og nefnist tónleikaröðin þetta árið „Það er gaman að sækja tónleika“
06.09.2018 | LESA

Lesa meira