Byggðastofnun lét gera þjónustukannanir m.a. á Norðurlandi eystra sem nú hafa verið birtar.
Í könnununum var leitað svara við því hvert og hversu oft íbúar sækja margvíslega þjónustu. Lögð var áhersla á að kanna hvort þjónustusókn væri mismunandi eftir búsetusvæðum. Spurt var um tíðni notkunar á þjónustu sem notuð er oft (mánaðarlega) og þeirri sem notuð er sjaldnar (árlega). Einnig var lögð áhersla á að kanna hvort þjónustusókn væri mismunandi innan hvers landshluta. Hverjum landshluta var því skipt upp í búsetusvæði eða þjónustusóknarsvæði í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga. Hér er litið svo á að þjónustusókn íbúa innan hvers búsetusvæðis sé í meginatriðum lík en að þjónustusókn geti verið ólík eftir búsetusvæðum innan hvers landshluta. Suðurnesjum var skipt upp í fimm búsetusvæði, Vesturlandi í fimm, Vestfjörðum í fjögur, Norðurlandi eystra í átta, Austurlandi í fimm og Suðurlandi í átta búsetusvæði, samtals 35 búsetusvæði.
27.04.2018 | LESA