Eyþing fær styrk til að stofna félög um reksturinn í eigu sveitarfélaga og þróunarfélag sem sér um kynningu og markaðssetningu í samstarfi við Bremenport í Þýskalandi. Styrkurinn nýtist til að halda áfram nauðsynlegri undirbúningsvinnu vegna þessa. Verkefnið er styrkt um 18.000.000 kr.
Eyþing hlýtur styrk til að setja upp varmarafal (ORC) til að framleiða rafmagn með lághita sem þýðir hagkvæmari kæling og betri ending veitukerfa. Vatnið úr borholunni er nú 116°C sem þýðir að kæla þarf það inn á veituna. Styrkurinn nýtist til að velja lausnir, hanna aðstöðu, setja upp varmarafal og kerfi og koma á samstarfi. Verkefnið er styrkt um 3.500.000 kr. á ári í þrjú ár.
19.11.2018 | LESA