Eyþing er landshlutasamtök sveitarfélaga á Norðausturlandi og innan Eyþings eru 13 sveitarfélög með liðlega 30.000 íbúa. Hlutverk Eyþings er að vera samráðsvettvangur aðildarsveitarfélaganna og sinna hverjum þeim verkefnum sem sveitarfélögin eða löggjafinn kunna að fela þeim. Markmið samtakanna er að efla samvinnu sveitarfélaganna, gæta hagsmuna þeirra, styrkja byggð og mannlíf á starfssvæðinu öllu, atvinnulega, félagslega og menningarlega. Ráðið er í starf verkefnastjóra til eins árs og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
07.12.2018 | LESA