Gleðilega hátíð

Við óskum samstarfsaðilum og landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Skrifstofa Eyþings verður lokuð milli jóla og nýárs. Stjórn og starfsfólk Eyþings.
21.12.2018 | LESA

Lesa meira

Uppbygging flugvallakerfisins og efling innanlandsflugs

Stjórn Eyþings fagnar nýútkominni skýrslu um "Uppbyggingu flugvallarkerfisins á Íslandi og eflingu innanlandsflugs". Að koma varaflugvöllum landsins inn í efnahagsreikning ISAVIA og að breyta eigendastefnu ISAVIA á þann hátt að hún taki mið að byggðamálum, eflingu ferðaþjónustunnar og atvinnuuppbyggingar um allt land er stórt og mikilvægt skref í uppbyggingu vallanna.
14.12.2018 | LESA

Lesa meira

Verkefnastjóri óskast til starfa hjá Eyþingi

Eyþing er landshlutasamtök sveitarfélaga á Norðausturlandi og innan Eyþings eru 13 sveitarfélög með liðlega 30.000 íbúa. Hlutverk Eyþings er að vera samráðsvettvangur aðildarsveitarfélaganna og sinna hverjum þeim verkefnum sem sveitarfélögin eða löggjafinn kunna að fela þeim. Markmið samtakanna er að efla samvinnu sveitarfélaganna, gæta hagsmuna þeirra, styrkja byggð og mannlíf á starfssvæðinu öllu, atvinnulega, félagslega og menningarlega. Ráðið er í starf verkefnastjóra til eins árs og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
07.12.2018 | LESA

Lesa meira

Tveir verkefnastyrkir til Eyþings

Eyþing fær styrk til að stofna félög um reksturinn í eigu sveitarfélaga og þróunarfélag sem sér um kynningu og markaðssetningu í samstarfi við Bremenport í Þýskalandi. Styrkurinn nýtist til að halda áfram nauðsynlegri undirbúningsvinnu vegna þessa. Verkefnið er styrkt um 18.000.000 kr. Eyþing hlýtur styrk til að setja upp varmarafal (ORC) til að framleiða rafmagn með lághita sem þýðir hagkvæmari kæling og betri ending veitukerfa. Vatnið úr borholunni er nú 116°C sem þýðir að kæla þarf það inn á veituna. Styrkurinn nýtist til að velja lausnir, hanna aðstöðu, setja upp varmarafal og kerfi og koma á samstarfi. Verkefnið er styrkt um 3.500.000 kr. á ári í þrjú ár.
19.11.2018 | LESA

Lesa meira

Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra er samkeppnissjóður og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrki á sviði menningarmála. Umsóknarfrestur vegna umsókna 2019 rann út þann 7. nóvember sl.
14.11.2018 | LESA

Lesa meira

Páll Björgvin tímabundið til Eyþings

Páll Björgvin Guðmundsson fyrrverandi bæjarstjóri í Fjarðarbyggð og ráðgjafi hjá RR ráðgjöf mun tímabundið sinna störfum framkvæmdarstjóra Eyþings vegna veikinda framkvæmdarstjóra. Páll er viðskiptafræðingur (B.Sc.) að mennt, með MBA meistragráðu með áherslu á fjármál fyrirtækja.
02.11.2018 | LESA

Lesa meira

Viðskiptalíkan fyrir skapandi greinar

Eyþing kynnir Creative Business Model Toolkit sem er viðskiptalíkan hugsað fyrir skapandi hæfileikafólk er hefur hug á að setja fyrirtæki á laggirnar, sem og skapandi frumkvöðla á fyrstu stigum rekstrar. Viðskiptamódelið nýtist einnig reyndara athafnafólki sem ekki hefur bakgrunn í viðskiptafræðum eða stjórnun.
30.10.2018 | LESA

Lesa meira

Menningarbrunnur kominn í loftið!

Eyþing og SSNV kynna með stolti viðamikinn gagnagrunn um menningartengda þjónustu á Norðurlandi sem nefnist Menningarbrunnur - Gagnagrunnur um menningarstarf á Norðurlandi. Skráning í grunninn er aðilum að kostnaðarlausu og verður skráning og viðhald upplýsinga í höndum Eyþings og SSNV. Menningarbrunnur - Gagnagrunnur um menningartengda þjónustu á Norðurlandi hlaut styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra sem áhersluverkefni 2015.
29.10.2018 | LESA

Lesa meira

Sóknaráætlanir landshluta, greinargerð ársins 2017

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál hefur sent frá sér greinargerð um framvindu samninga um sóknaráætlanir landshluta og ráðstöfun fjármuna ársins 2017. Þar kemur m.a. fram að á árinu var unnið að samtals 65 áhersluverkefnum í landshlutunum átta og að 594 verkefni hlutu styrki úr uppbyggingarsjóðum að fjárhæð tæpum 473 milljónum króna.
17.10.2018 | LESA

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2019. Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2019.
10.10.2018 | LESA

Lesa meira