Umræðuefnið er sá mikli húsnæðisvandi sem sveitarfélög á landsbyggðinni glíma við sem er á margan hátt ólíkur vandanum á SV-horninu. Á dreifðari svæðum landsins er það nefnilega ekki hækkun fasteignaverðs sem plagar íbúa, heldur er markaðsverð oft á tíðum lægri en byggingarkostnaður með þeim afleiðingum að nýbyggingar eru fátíðar.
Íbúðalánasjóður vill, í samvinnu við sveitarfélögin, varpa ljósi á þennan vanda og hvers vegna nær ekkert nýtt íbúðarhúsnæði hafi verið byggt á sumum svæðum landsins undanfarin ár.
Uppbygging og endurnýjun húsnæðis er mikilvæg fyrir öll samfélög til að geta þróast og er mikill skortur á íbúðarhúsnæði farin að gera vart við nánast sama hvar drepið er niður fæti á landinu.
25.09.2017 | LESA