Fundur um húsnæðismál á landsbyggðinni

Umræðuefnið er sá mikli húsnæðisvandi sem sveitarfélög á landsbyggðinni glíma við sem er á margan hátt ólíkur vandanum á SV-horninu. Á dreifðari svæðum landsins er það nefnilega ekki hækkun fasteignaverðs sem plagar íbúa, heldur er markaðsverð oft á tíðum lægri en byggingarkostnaður með þeim afleiðingum að nýbyggingar eru fátíðar. Íbúðalánasjóður vill, í samvinnu við sveitarfélögin, varpa ljósi á þennan vanda og hvers vegna nær ekkert nýtt íbúðarhúsnæði hafi verið byggt á sumum svæðum landsins undanfarin ár. Uppbygging og endurnýjun húsnæðis er mikilvæg fyrir öll samfélög til að geta þróast og er mikill skortur á íbúðarhúsnæði farin að gera vart við nánast sama hvar drepið er niður fæti á landinu.
25.09.2017 | LESA

Lesa meira

Verkefnisstjóri menningarmála

Ánægjulegt er hversu mikill áhugi er um starfið en alls bárust 35 umsóknir. Mikil vinna er framundan við að fara yfir umsóknir en úrvinnsla umsókna er í höndum Capacent.
15.09.2017 | LESA

Lesa meira