Verkefnisstjóri menningarmála – menningarfulltrúi

Eyþing auglýsir starf verkefnisstjóra menningarmála. Starfssvæði Eyþings er allt Norðurland eystra. Starfið er áhersluverkefni innan Sóknaráætlunar Norðurlands eystra og er starfstími til ársloka 2019. Starfið felur í sér faglega ráðgjöf, eflingu og þróun samstarfs í menningarmálum, ráðgjöf við umsækjendur um styrki í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra og aðra sjóði, auk annarra verkefna.
29.08.2017 | LESA

Lesa meira

Menningarlandið 2017

Menningarlandið 2017 - ráðstefnu um barnamenningu, verður haldin í menningarhúsinu Bergi, Dalvík 13. - 14. september 2017. Megintilgangur ráðstefnunnar verður að fjalla um barnamenningu og mikilvægi menningaruppeldis eins og menningarstefna stjórnvalda frá 2013 leggur áherslu á. Áhersla er lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum og er markhópurinn starfandi listamenn, liststofnanir, söfn og aðrir aðilar sem sinna barnamenningu.
22.08.2017 | LESA

Lesa meira